Hver erum við?

Vinnuvernd er framsækið þjónustu- og ráðgjafafyrirtæki sem stuðlar að heilbrigði einstaklinga og vellíðan á vinnustað.   

Hjá Vinnuvernd starfar hópur sérfræðinga sem hafa sérhæft sig í þjónustu við atvinnulífið og einstaklinga.  

  • fagsvið lækna- og hjúkrunarfræðinga  
  • fagvið sálfræðinga  
  • fagsvið varðandi vinnuumhverfi og líkamsbeitingu 

Við vinnum að fjölbreyttum verkefnum sem öll hafa það sameiginlega markmið að veita faglega þjónustu til viðskiptavina okkar. Teljum við það mikinn styrk að geta nýtt sérfræðiþekkingu okkar mannauðs þverfaglega við þau fjölmörgu verkefni sem Vinnuvernd sinnir hverju sinni. Þjónustan getur verið í formi fyrirbyggjandi úrræða og fræðslu jafnt sem aðstoð við málefni sem mögulega eru komin í viðkvæman farveg.  

Byggt á reynslu þeirra vinnustaða sem nýtt hafa sér þjónustu Vinnuverndar, er það okkar sannfæring, að sú samvinna hafi skilað vinnustaðnum auknum ávinningi og einnig hafa skapast tækifæri á aukna samfélagslega ábyrgð. Með því að leggja ríkari áherslu á heilbrigði og vellíðan í menningu sinna vinnustaða stuðla stjórnendur að bættum hag starfsfólks bæði í leik og starfi. Mikil vitundarvakning hefur orðið í samfélaginu um þá virðissköpun sem á sér stað þegar fyrirtæki fjárfesta í heilsu starfsfólks. Fyrirtæki og stjórnendur eru meðvitaðari um mikilvægi þessara þátta og tengslum þeirra við árangur. 

Skipurit


 

Tilgangur

Tilgangur okkar er að stuðla að bættu heilbrigði einstaklinga og aukinni vellíðan á vinnustað. 

Gildi 

Fagmennska

Við leitumst við að vera fagleg í öllu þeim verkefnum sem við tökum okkur fyrir hendur. Við viðhöldum þekkingu okkar og færni og berum faglega, siðferðilega og lagalega ábyrgð á störfum okkar.

Traust

Starf okkar byggist á trausti og öryggi. Við tökum ábyrgð á verkefnum okkar og skipulagi og berum hag viðskiptavina ávallt fyrir brjósti. 

Samvinna

Við störfum í þverfaglegum teymum þar sem áhersla er lögð á samvinnu og jákvæð samskipti. Við sýnum viðskiptavinum og samstarfsfólki okkar ávallt virðingu. 

Framsækni

Við erum árangursdrifin og leitumst við að afla okkur nýjustu þekkingar hverju sinni. Við sýnum metnað og frumkvæði í okkar störfum. Við erum framsækin og eftirsóknarverður vinnustaður og viljum við laða að okkur hæft starfsfólk.