Starfslokanámskeið

Vellíðan á efri árum


Námskeiðið er hannað til að aðstoða fólk við að undirbúa sig og njóta þeirra breytinga sem verða eftir að það lýkur störfum. Á þessu námskeiði verður fjallað um allar helstu breytingar sem hafa þarf í huga við starfslok á gagnlegan og skýran hátt:

 • Lífeyrismál
 • Réttindi og skerðingar hjá Tryggingastofnun Ríkisins
 • Eignastýringu og séreignasparnað
 • Húsnæðismál
 • Endurskipulagningu fjármála
 • Erfðamál og hjúskaparstöðu
 • Áhrif hreyfingar og næringar á heilsufar
 • Tómstundir, félagslíf og áhugamál
 • Dvöl/búseta í útlöndum
 • Markmiðasetningu til að tryggja árangur

 SKRÁNING Á STARFSLOKANÁMSKEIР  

Næstu námskeið

Eftirfarandi dagsetningar eru komnar fyrir námskeið fyrir vorönn 2024. Hafi fyrirtæki óskir um sérnámskeið fyrir starfsmannahóp má hafa samband í gegnum hnappinn hér að neðan. Lágmarksfjöldi þátttakenda fyrir sérnámskeið eru á bilinu 20 einstaklingar. 

SENDA FYRIRSPURN 

Staðnámskeið
 • Þri 29.  & fim 31.okt 2024 - staðnámskeið

*tímasetning birt með fyrirvara um breytingar

 • Staðnámskeiðið er kennt tvo daga frá kl. 9.00-12:30
 • Þegar um staðnám er að ræða fer námskeiðið fram í
  Rafmennt, Stórhöfða 27, 110 Reykjavík.

Fjarnámskeið
 • Tímasetning fyrir haustið 2024 liggur ekki fyrir - fjarnámskeið
 • Fjarnámskeiðið er kennt tvo daga frá kl. 9:00-12:00 
 • Fjarnámskeiðið er kennt í rauntíma í gegnum fjarfundabúnað til að tryggja góðar umræður innan hópsins.

Sérnámskeið fyrir vinnustaðinn þinn

Einnig bjóðum við upp á að halda sérnámskeið fyrir vinnustaði ef stjórnendur hafa áhugi er fyrir slíku fyrirkomulagi frekar.
Lágmarks þátttaka fyrir slíku námskeiði er 15 einstaklingar og er það grunngjaldið sem tekið er fyrir námskeiðið en þá heldur vinnustaðurinn utan um skráningu og skaffar húsnæði.


SENDA FYRIRSPURN 

Fyrirlesarar

Thelma Hafþórsdóttir Byrd

Iðjuþjálfi

Thelma er sérfræðingur í vinnuvernd með áherslu á hreyfi- og stoðkerfi. Hún er menntaður einkaþjálfari og útskrifaðist með B.Sc. gráðu í iðjuþjálfun frá Háskólanum á Akureyri árið 2012. Þá hefur hún einnig lokið grunnstigi í tónlist með áherslu á söng við Tónlistarskóla F.Í.H. Thelma sinnir fræðslu sem snýr að vinnuvistfræði, t.d. með fyrirlestrum, upplýsingaritum og kennslumyndböndum. Hún sinnir einnig vinnustaðarúttektum og áætlunum um öryggi og heilbrigði á vinnustað sem felur m.a. í sér áhættumat. Thelma er annar tveggja leiðbeinanda á starfslokanámskeiðinu okkar.

 

Magnea Einarsdóttir

Fyrrum skólastjóri á eftirlaunum

Magnea lauk kennaraprófi frá KHÍ 1990. Eftir að hafa starfað sem bæði umsjónakennari og aðstoðarskólastjóri lauk hún Diplomu í starfsmannastjórnun frá EHÍ 2005 en þaðan lá leiðinn í  Mastersnám í Mannauðsstjórnun við HÍ veturinn 2005 – 2006.
Magnea starfaði sem kennari, námsráðgjafi og félagsstarfskennari við Hólabrekkuskóla frá 1990 – 2000. Var aðstoðarskólastjóri við Hólabrekkuskóla frá 2000 – 2006. Var skólastjóri í Digranesskóla 2006 – 2009, í Álfhólsskóla 2009 – 2010 og í Snælandsskóla 2011 – 2023.
Áhugamálin eru heimilið, fjölskyldan, góð vinátta, skíði og almenn útivist. Samhliða vinnu hefur hún setið í stjórnum tengdum íþrótta- og félagsstarfi og má þar einna helst nefnda stjórn íþróttafélagsins Gerplu og Fimleikasambands Íslands.

Sigþrúður Guðmundsdóttir

Fyrrum mannauðsstjóri á eftirlaunum

Sigþrúður er upprunarlegi höfundur starfslokanámskeiða Vinnuverndar, en í dag hefur hún látið öðrum að flytja námskeiðin. Sigþrúður vann hjá hjá fjölda fyrirtækja og má þar á meðal nefna Flugleiðum, Grunnskólum Reykjavíkur, VÍS, Reykjavíkurborg og Landsvirkjun en  þá oftast við verkefni tengd mannauðsmálum.
Hún er með MA próf í ensku frá HÍ, uppeldis- og kennslufræði frá HÍ, diploma í rekstrar- og viðskiptafræði frá Endurmenntun HÍ og réttindi sem markþjálfi.  Sigþrúður hóf kennslu á  starfslokanámskeiðum árið 2015. 


Umsagnir

Ylfa Edith Jakobsdóttir

Deloitte

"Þátttakendur okkar vour hæst ánægðir með námskeiðir, fannst þetta umfangsmikið og gott ásamt því að upplfa traust til umsjónaraðila námskeiðsins og hvöttu til að fólk upp úr 60 ára myndu sækja námskeiðið"