Umhverfistengdar heilbrigðisskoðanir

Vellíðan í vinnu


Við bjóðum uppá fjölbreytt úrval af ýtarlegum heilbrigðis- og læknisskoðunum tengdum umhverfisþáttum, 

Meðal heilbrigðisskoðanna af þessu tagi má nefna:

 • Heilbrigðisskoðanir v/ myglu og/eða rakaskemmda
 • Heilbrigðisskoðanir v/ Asbest
 • Heilbrigðisskoðanir v/ Blý 

Mygla - greiningarferlið

Skimun & mælingar

 • Farið yfir skimunarlista v/ mögulegra einkenna þeirra umhverfisþátta sem verið er að leita eftir. 
 • Mælingar og blásturspróf (spirometría)
 • Niðurstöðum skimunar yfirfarnar af sérfræðilækni sem ráðleggur um framhald rannsókna ef þörf er á fyrir hvern og einn einstakling.


Blóðrannsókn
 • ​Blóðprufa
 • Yfirlestur blóðprufu af sérfræðilækni sem tekur ákvörðun hvort þörf sé á frekari rannsókn. 


Læknisskoðun & frekari rannsóknir
 • Læknisskoðun sérfræðilæknis 
 • Ofnæmisprófanir (RAST)
 • Myndgreining


Niðurstöður
 • Samantektar skýrsla send á stjórnendur og einstaklingar upplýstir um niðurstöður sinna rannsókna.

Áhrif myglu

Áhrif á einstaklinga

Einkenni eru oftast algerlega ósérhæfð og einnig yfirleitt meinlaus en geta valdið óþægindum og verið hvimleið. Í hverju tilviki fara áhrifin eftir næmi einstaklings, hve miklu efnaálagi eða lífrænu álagi hann verður fyrir og hvort lífræðilegur möguleiki sé á að álagið geti haft áhrif á þennan einstakling á þeirri stundu sem um ræðir.
Skoða þarf staðhætti og fyrri sögu einstaklings, sérstaklega ónæmissöguna.

Áhrif á innöndun myglu - ofnæmi 

Hægt er að fá ofnæmi fyrir myglusveppum.

 • Langoftast með einkennum frá öndunarfærum 
 • Einkenni eru allt frá mjög vægum einkennum (kláði í hálsi og augum, erting í nefi o.þ.u.l.) og yfir í slæm köst (tárarennsli, nefrennsli, nefstíflur, höfuðverkur, ofsakláði, hósti, hæsi, teppuköst eða langvinn teppa og loks sótthiti).

Myndast geta mótefni IgA, IgM, IgG og IgE gegn myglu. 

 • 10 til 20 % allra eru með atópíu og mynda IgE gegn einhverjum umhverfisþáttum. 
 • Fremur fáir sem fá jákvæð RAST próf gegn myglu. Ofnæmið getur auðvitað hafa verið áunnið fyrr á ævinni. 
 • Jákvætt próf rennir stoðum undir greiningu en sannar hana ekki beinlínis. Eins og alltaf metið út frá klínískum einkennum og rannsóknarniðurstöðum.

Áhrif á innöndun myglu - sýking

Hægt að fá öndunarfærasýkingar (í nef, afholur nefs og lungu) af myglu í umhverfi. en geta orðið langvinnar. Meta þarf hvort taka þarf myndrannsóknir af skútum og lungum. Sveppir geta einnig sýkt húð og slímhúð t.d. í munni eða augum. 

Það sést við skoðun og tengist ekki rakaskemmdum í húsum sérstaklega.

Áhrif á innöndun myglu - erting öndunarfæra

Fólk með astma (8-9% barna og 6-7% fullorðinna) þolir andrúmsloft í húsum með rakaskemmdum verr en aðrir, það gæti verið vegna mygluagna í loftinu ef þær eru ekki innilokaðar og vegna lofttegunda úr byggingarefnum þegar skemmdir eru komnar í gegn um innveggi. Teppuköst geta orðið verri og langvinnari en ella. 

Eiturefni frá myglu, mýkótoxín, eru flest tiltölulega stórar sameindir sem gufa ekki auðveldlega upp og áhrif þeirra koma varla til álita nema fræðilega hjá byggingamönnum, sem eru ekki með grímur, 

Hægt er að tala um eituráhrif eða ertingaráhrif af lofttegundum, sem ekki eru sveppaeitur, ef opið er inn í rakaskemmd byggingarefni. Þessi áhrif eru skammtaháð eins og eituráhrif eru ævinlega. (Litlar skemmdir – lítil áhrif).

Aðrar skýringar á einkennum

Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að jafnframt eru á hverjum tíma aðrir hlutir að gerast hjá einstaklingum í útsettum hópum og einkenni geta því alltaf mögulega stafað frá öðru, svo sem byrjandi sjúkdómum.