Sálfræðiviðtöl & handleiðsla

Vellíðan í vinnu


Margir vinnustaðir velja í dag að bjóða starfsfólki sínu upp á þann stuðning að geta leitað til sálfræðings með málefni daglegs lífs og fengið þannig aðstoð við andlega líðan í formi sálfræðiviðtala eða handleiðslu. 

Sálfræðingar okkar sérhæfa sig í þessari aðstoð við vinnustaði og eru með aðstöðu til viðtala í höfðustöðvum Vinnuverndar en við bjóðum einnig upp á þessa þjónustu í gegnum Kara Connect sem er örugg og viðurkennd leið í veitingu heilbrigðisþjónustu í formi fjarviðtala. 

Sérstök áhersla er á að biðtími sé í algeru lágmarki. 

Athugið þessi þjónusta er aðeins í boði fyrir starfsfólk fyrirtækja sem eru í samningsþjónustu hjá Vinnuvernd.


SENDA FYRIRSPURN  

Sálfræðiviðtöl

Við bjóðum upp á viðtöl fyrir þitt starfsfólk. Sálfræðingar okkar aðstoða starfsfólk fjölmargra fyrirtækja með andleg málefni dagleg lífs. Mögulegar ástæðar þess að æskilegt sé að leita sér aðstoðar geta verið vegna streitu, kulnunar í starfi, kvíða, þunglyndis, eineltis, eða annara ástæðna.

Handleiðsla

Í gegnum handleiðslu aðstoðum við starfsmenn, stjórnendur og hópa við að takast á við margvíslegar áskoranir til að nýta betur hæfni og styrkleika starfshópsins. Ný sýn getur gefið okkur styrk til að takast á við krefjandi verkefni á nýjan og uppbyggilegan hátt.

Sálfræðingar

Eftirfarandi sálfræðingar okkar sinna sálfræðiviðtölum og handleiðslu, hér gefst þér tækifæri að að kynnast þeim örlítið betur. 

Áslaug Kristinsdóttir,

Sálfræðingur

Áslaug utskrifaðist úr Háskóla Íslands með cand.psych gráðu árið 2007 og hefur síðan þá veitt einstaklingum klíníska meðferð og stjórnendum fyrirtækja ráðgjöf og handleiðslu varðandi félagslega og andlega áhættuþætti á vinnustað. Helstu viðfangsefni eru greiningar á starfsumhverfi, sáttamiðlun, ráðgjöf vegna samskiptavanda, stjórnendahandleiðsla, fyrirlestrar/námskeið og einstaklingsstuðningur. Áslaug hóf störf hjá Vinnuvernd árið 2021.

Inga Valdís Tómasdóttir, 

Cand.psych

Inga útskrifaðist með cand.psych gráðu í klínískri sálfræði frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2022. Hún sinnir sálfræðiráðgjöf til einstaklinga ásamt því að fara með fyrirlestra og fræðsluerindi til fyrirtækja. Hún hefur ástríðu fyrir forvarnarstarfi og því að fræða fólk um hin ýmsu málefni sem tengjast andlegri líðan. Hún hóf störf hjá Vinnuvernd árið 2022.

Jakob Gunnlaugsson, 

Sálfræðingur

Jakob útskrifaðist sem sálfræðingur frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2010 með áherslu á vinnu- og klíníska sálfræði. Jakob hóf hjá Vinnuvernd 2016 og hefur í síðan veitt stjórnendum ráðgjöf og handleiðlsu varðandi sálfélagslegt vinnuumhverfi á vinnustöðum auk þess að sinna klínískri meðferð einstaklinga. Helstu viðfangsefni í dag eru ráðgjöf til stjórnenda og fyrirtækja, stjórnendahandleiðsla, vinnustaðatgreiningar og einstaklingsviðtöl.


Sigrún E. Arnardóttir, 

Sálfræðingur

Sigrún er klínískur sálfræðingur en hún lauk meistaranámi frá Háskóla Íslands árið 2019. Hún sinnir einstaklingsráðgjöf og stuðningsviðtölum hjá Vinnuvernd ásamt sáttarmiðlun. Hún hóf störf hjá Vinnuvernd árið 2020.