Námskeiðslýsingar

Líkamsbeiting - Skrifstofur
Kyrrsetustörf auka hættuna á ýmsum stoðkerfiskvillum sem hafa áhrif á líðan okkar og framleiðni í starfi. Horft er til mögulegra úrbóta sem og nýtingu þess aðbúnaðar sem til staðar er.

Líkamsbeiting - Annarskonar vinnuumhverfi
Líkamlega erfið verkefni geta haft mikil áhrif á líðan okkar til lengri tíma og skemmri tíma. Því er mikilvægt að hafa í huga góða líkamsbeitingu, æskilega verkferla og að skapa menningu fyrir notkun léttibúnaðar þar sem við á. Við framkvæmum mat á líkamlegu álagi í iðn- og framleiðslustörfum. Við útfærum verkefnin eftir ykkar þörfum og starfsemi.
Við bjóðum upp á fræðsluerindi og úttektir á vinnustöðvum starfsmanna sem og ráðgjöf til stjórnenda.

Framkvæmd áhættumats
Við sinnum fræðslu fyrir vinnustaði við gerð áhættumats. Við bjóðum bæði upp á námskeið fyrir stjórnendur og starfsmenn. Einnig erum við með námskeið fyrir öryggisnefndir og trúnaðarmenn.
Góð þekking er lykilþáttur í áhrifaríku vinnuverndarstarfi.
Fyrirlesarar

Thelma Hafþórsdóttir,
Iðjuþjálfi
Thelma er menntaður einkaþjálfari og útskrifaðist með B.Sc. gráðu í iðjuþjálfun frá Háskólanum á Akureyri árið 2012. Hún hefur einnig lokið grunnstigi í tónlist með áherslu á söng við Tónlistarskóla F.Í.H.
Thelma sinnir fræðslu sem snýr að vinnuvistfræði, t.d. með fyrirlestrum, upplýsingaritum og kennslumyndböndum. Hún sinnir einnig vinnustaðarúttektum og áætlunum um öryggi og heilbrigði á vinnustað sem felur m.a. í sér áhættumat. Thelma er annar tveggja leiðbeinanda á starfslokanámskeiðinu okkar.

Valgeir Sigurðsson,
Sjúkraþjálfari
Valgeir er sjúkraþjálfari að mennt og hefur verið framkvæmdastjóri Vinnuverndar frá upphafi. Óhætt er að segja að Valgeir sé einn reynslumesti sérfræðingur landsins á sviði vinnuverndar en hann hefur sinnt fjölbreyttir ráðgjöf í tengslum við öryggi og heilbrigði við fjölmarga vinnustaði í yfir 20 ár.
Í dag er rekstur og þróun Vinnuverndar ehf. megin viðfangsefnið en Valgeir kemur að einstökum ráðgjafaverkefnum með samstarfsfólki sínu.
Umsagnir

Sandra Hauksdóttir
Landsbankinn
„Það hefur verið mjög gott að geta leitað til sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa Vinnuverndar. Við flutning í nýtt húsnæði þar sem mörg okkar fengu nýja stóla og borð var mikilvægt að vel færi um allt starfsfólk. Bæði fengum við aðstoð við að útbúa leiðbeiningar og kennsluefni auk þess sem þau komu til okkar með fræðandi erindi og hagnýta leiðsögn í nýju vinnuumhverfi fyrir þau sem á þurftu að halda.“