Heilbrigðisþjónusta

Starfstengd heilbrigðisþjónusta sem stuðningur við þinn vinnustað


Vinnuvernd sinnir fjölbreyttri ráðgjöf og þjónustu vegna heilbrigðis- og læknisfræðilegra málefni fyrir vinnustaði. Hér fyrir neðan er að finna þá þjónustuflokka okkar sem falla undir þessa þjónustuleið. 

Vinnuvernd er viðurkenndur þjónustuaðili á sviðið heilbrigðismála af Vinnueftirlitinu ásamt því að hafa tilskyld leyfi frá Landlækni um rekstur heilbrigðisþjónustu á Íslandi. 

Hér fyrri neðan er hægt að skoða þjónustuframboð heilbrigðissviðs í fyrirtækjaþjónustu Vinnuverndar en við höfum skipt því niður í nokkra yfirflokka til að auðvelda yfirsýn yfir þjónustuframboðið. 


Trúnaðarlæknis-
þjónusta
Heilsufarsmælingar & heilbrigðisskoðanir
Bólusetningar
Fræðsla & námskeið
Atvinnutengdar heilbrigðisskoðanir

Heilbrigðisskoðanir v/umhverfisþátta

Fjarvistarskráning & samtöl

Almenn læknisþjónusta

Trúnaðarlæknisþjónusta

Trúnaðarlækningar eru læknisþjónusta sem er tilkomin vegna þarfar á að skapa vettvang fyrir tjáskipti vegna heilsufars og/eða heilsufarsvanda starfsmanna, þar sem gætt er trúnaðar við starfsmann annars vegar og vinnustaðar hins vegar. 

Meðal hlutverks trúnaðarlæknis:

  • Veita framkvæmdastjóra / mannauðstjóra þjónustu og stuðning í þeim tilvikum sem ástæða er til. 
  • Veita stjórnendum ráðgjöf varðandi læknisfræðileg málefni. 
  • Veita ráðgjöf vegna fjarvista starfsmanna í veikinda og slysaforföllum og meta starfshæfni starfsmanna þegar við á í samræmi við þær reglur sem settar eru í samvinnu við trúnaðarlækni. 
  • Veita starfsmönnum, sé eftir því óskað af stjórnendum, ráðgjöf varðandi eigin heilsufarsvandamál s.s. atvinnutengd vandamál, andleg vandamál og áfengis- og vímuefnavandamál.

LESA MEIRA  

Almenn læknisþjónusta

 Almenn læknisþjónusta Vinnuverndar er þjónustuleið þar sem fyrirtæki í samstarfi við Vinnuvernd bjóða starfsfólki sínu upp á læknisþjónustu í formi opinna tíma. 

Læknar Vinnuverndar taka á móti starfsmönnum á ákveðnum tímum í höfuðstöðvum Vinnuverndar. Fyrir stærri fyrirtæki eða stofnanir sem hafa viðeigandi aðstöðu er mögulegt að læknir mæti á vinnustaðinn á ákveðnum tímum og sinni móttöku þar. 

Meðal hlutverka almennrar læknisþjónustu: 

  • Tryggja starfsfólki aðgang að fyrstu skoðun á heilbrigðisvanda hratt og örugglega.
  • Fyrsta greining á einkennum/veikindum viðkomandi starfsmanns. 
  • Aðstoða við endurnýjun á lyfjum.
  • Aðstoða starfsmann að komast áfram til sérfræðings eða leiðbeina með næstu skref til að tryggja að viðkomandi fái rétta meðhöndlun við þeim einkennum/veikindum sem um ræðir.

LESA MEIRA

Heilsufarsmælingar & heilbrigðisskoðanir

Fjölbreyttar heilsufarsskoðanir og ráðgjöf hjúkrunarfræðings og/eða læknis og sálfræðings á heilsueflandi þáttum líkt og næringu, svefni og hreyfingu. Ásamt fræðslu um þau lykilatriði sem hafa áhrif á vellíðan og andlega líðan okkar í vinnu og daglegu lífi, líkt og álag og streita.

Í lok skoðunar fá einstaklingar sínar niðurstöður afhentar en stjórnendur vinnustaða fá samantektar skýrslu á niðurstöðum starfshópsins í heild, sem gefur þeim yfirsýn yfir hvar þeirra starfsfólk stendur með tilliti til álags í starfi, streitu og fleiri heilsutengdra þátta. Ásamt því að fá samanburð yfir hvar þeirra starfshópur stendur miðað við önnur fyrirtæki sem nýta sér sömu þjónustu Vinnuverndar.

Vinsælustu heilsufarsmælingar okkar: 

  • Heilsufarsmat 5 
  • Heilsufarsmat 6 - tarleg heilbrigðisskoðun 

LESA MEIRA

Fjarvistarskráning & samtöl

​Þjónusta sem auðveldar vinnustöðum að halda utan um fjarvistir starfsfólks, ástæður og réttindi með fjarvistarskráningu og samtölum Vinnuverndar. Fjarvistir eru ekki einungis skráðar heldur er starfsfólki boðin ráðgjöf um heilsufar, heilbrigði og líðan ásamt því að stjórnendur fá ítarlegar fjarvistarskýrslur.

Gott samstarf og samvinna er mikilvægur þáttur í verkefninu og leiðir af sér aukinn árangur til að halda utan um starfsfólk og fækka fjarvistum þess.

LESA MEIRA  

Atvinnutengdar heilbrigðisskoðanir

Sérfræði- og fluglæknar Vinnuverndar bjóða upp á fjölbreytt úrval læknisskoðanna er tengjast starfsréttindum í vissum störfum. Má þar á meðal nefna heilbrigðisskoðanir vegna atvinnuréttinda samkvæmt reglum evrópsku flugmálastofnunarinnar EASE (1178/2011) og eins vegna atvinnu og  starfsréttinda til starfa á sjó samkvæmt reglum Samgöngustofu. 

Einnig bjóðum við upp á heilbrigðisskoðanir tengdum útgáfu heilbrigðisskírteina vegna starfsréttindum á ýmiskonar vinnuvéla samkvæmt reglum Vinnueftirlitsins. 

Mepal atvinnutengdra heilbrigðisskoðanna:

  • Flugskoðanir
  • Sjómannaskoðanir
  • Sérsniðnar heilbrigðisskoðanir fyrir ákveðnar starfsstéttir t.d lögreglu og slökkvilið.
  • Heilbrigðisskoðanir vegna réttinda á vinnuvélar

LESA MEIRA

Heilbrigðisskoðanir v/umhverfisþátta

Við bjóðum uppá fjölbreytt úrval af ýtarlegum heilbrigðis- og læknisskoðunum tengdum umhverfisþáttum á vinnustað.

Meðal heilbrigðisskoðanna af þessu tagi má nefna:

  • Heilbrigðisskoðanir v/ myglu og/eða rakaskemmda
  • Heilbrigðisskoðanir v/ Asbest
  • Heilbrigðisskoðanir v/ Blý 

LESA MEIRA



Bólusetningar

Bólusetningar geta verið mikilvægur þáttur fyrir velferð og öryggi einstaklinga. Við bjóðum fyrirtækjum og einstaklingum upp á fjölbreytta þjónustu á sviði bólusetninga, allt frá inflúensubólusetningum, til sérhæfðrar þjónustu vegna áhættustarfa eða ferðalaga. 

Eins bjóðum við fyrirtækjum og einstaklingum upp á ávana- og fíkniefnaprófanir. Þessi þjónusta felur í sér prófanir á áfengisnotkun, fíkniefnanotkun og notkun annarra ávanabindandi efna í samráði við vinnustaði.

LESA MEIRA  

Fræðsla & námskeið

Heilbrigðissvið Vinnuverndar býður upp á fjölbreytta þjónustu og ráðgjöf til fyrirtækja, stofnanna og sveitarfélaga um heilbrigðistengd málefni 

Má þar á meðal nefna:

  • Skyndihjálp 
  • Smitsjúkdómar barna
  • Breytingarskeið kvenna
  • Heilbrigður lífsstíll
  • Svefn 
  • Hreyfing

LESA MEIRA