Vinnuvernd 

... er framsækið þjónustu- & ráðgjafafyrirtæki sem stuðlar að heilbrigði einstaklinga & aukinni vellíðan á vinnustað


Hjá Vinnuvernd starfar hópur fagaðila sem hafa sérhæft sig í þjónustu á sviði öryggis og heilsuverndarmála við atvinnulífið. Við vinnum að fjölbreyttum verkefnum sem öll hafa það sameiginlega markmið að veita faglega þjónustu til viðskiptavina okkar. Teljum við það mikinn styrk að geta nýtt sérfræðiþekkingu okkar mannauðs þverfaglega við þau fjölmörgu verkefni sem Vinnuvernd sinnir hverju sinni.

Þjónustan getur verið í formi fyrirbyggjandi úrræða og fræðslu jafnt sem aðstoð við málefni sem mögulega eru komin í viðkvæman farveg.  Atvinnulífið er fjölbreytt og þarfir fyrirtækja ólíkar og því reynum við að mæta þörfum hvers og eins sem allra best.

Hjá Vinnuverndar starfa einnig einstaklingar með sérfræðimenntun í stjórnun, rekstri og stefnumótun fyrirtækja. Þar sem við teljum mikilvægt að hafa einstaklinga með góða þekkingu á þessum málaflokkum, sérstaklega þegar kemur að samvinnu/ráðgjöf við mótun og innleiðingu á heildrænni velferðastefnu fyrir okkar viðskiptavini.  

Hér fyrir neðan er að finna frekari upplýsingar um stjórn & starfsfólk okkar.

Stjórn

Magnús Böðvarsson, 

Stjórnarformaður & eigandi

Magnús Böðvarsson er sérfræðilæknir með sérhæfingu sem lyflæknir og nýrnasérfræðingur. Hann er búsettur í Svíþjóð og vinnur þar við lækningar en sinnir tilfallandi verkefnum fyrir Vinnuvernd. Magnús er einn af stofnendum og eigendum Vinnuverndar og hefur setið í stjórn frá stofnun fyrirtækisins. ​ Hann útskrifaðist úr Læknadeild HÍ 1976 en þaðan lá leiðin í sérfræðingsnám í almennum Lyflækningum og Nýrnasjúkdómum í Bandaríkjunum. Magnús hefur starfað sem Nýrnalæknir síðan 1986 bæði við Landspítala, Ríkisspítalann í Kaupmannahöfn, Karolinska (Huddinge), SÅS í Borås í Svíþjóð og einnig Central Sjukhuset Kristianstað sem yfirlæknir síðan febrúar 2012. Þá hef hann leyst af sem lyflæknir á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum síðan 1990 og starfað við trúnaðarlækningar síðan 1985. 

Atli Einarsson, 

Meðstjórnandi & eigandi

Atli er sérfræðilæknir í hjartasjúkdómum en hann er einnig með réttindi sem fluglæknir (Aeromedical Examiner) og yfirlæknir fluglæknaseturs Vinnuverndar. Hann er einnig viðurkenndur sjómannalæknir hjá Samgöngustofu.
Hann hefur starfað sem ráðgefandi læknir fjölmargra fyrirtækja auk þess að sinna starfstengdum heilbrigðisskoðunum.
Atli er einn af eigendum Vinnuverndar og setið í stjórn  frá stofnun fyrirtækisins.

Helgi Guðbergsson, 

Meðstjórnandi & eigandi

​ Helgi er sérfræðingur í atvinnu- og umhverfissjúkdómum og hefur starfað í Finnlandi, Svíþjóð og á Íslandi m.a. á Heilsuverndarstöðinni og hjá Vinnuvernd. Hann stundaði kennslu í heilbrigðisfræði, faraldursfræði og eiturefnafræði í HÍ um árabil. Hann vann á annan áratug við tóbaksvarnir og hefur unnið við greiningu atvinnu- og umhverfissjúkdóma, mat á tjóni af slysum og sjúklingatryggingaratvikum. Helgi hefur langa reynslu af vinnu við bólusetningar og aðra heilsuvernd vegna ferðalaga og hefur umsjón með Ferðavernd Vinnuverndar.

Valgeir Sigurðsson, 

Meðstjórnandi & fulltrúi stjórnar í framkvæmdastjórn

Valgeir er sjúkraþjálfari að mennt og hefur verið framkvæmdastjóri Vinnuverndar frá upphafi til desember 2023.  Óhætt er að segja að Valgeir sé einn reynslumesti sérfræðingur landsins á sviði vinnuverndar en hann hefur sinnt fjölbreyttir ráðgjöf í tengslum við öryggi og heilbrigði við fjölmarga vinnustaði í yfir 20 ár. 
Í dag er rekstur og þróun Vinnuverndar ehf. megin viðfangsefnið en Valgeir kemur að einstökum ráðgjafaverkefnum með samstarfsfólki sínu.  Valgeir er einn af eigendum Gáska og situr í stjórn Gáska og Vinnuverndar.


Þorvaldur Magnússon, 

Meðstjórnandi & eigandi

Þorvaldur er sérfræðilæknir með sérhæfingu sem lyflæknir og nýrnasérfræðingur ásamt því að vera með réttindi sem fluglæknir (Aeromedical Examiner)  Hann er einnig viðurkenndur sjómannalæknir hjá Samgöngustofu.
Hann hefur starfað sem ráðgefandi læknir fjölmargra fyrirtækja sem trúnaðarlæknir auk þess að sinna starfstengdum heilbrigðisskoðunum.
Þorvaldur er einn af eigendum Vinnuverndar og setið í stjórn  frá stofnun fyrirtækisins.

Framkvæmdastjórn

Ása Inga Þorsteinsdóttir, 

Framkvæmdastjóri

​Ása útskrifaðist frá Háskóla Reykjavíkur með MBA gráðu árið 2015 en hún hefur mikla reynslu af stjórnunarstörfum. Kom hún til Vinnuverndar haustið 2022 en áður hafði hún starfað sem framkvæmdastjóri UMF Stjörnunnar, framkvæmdastjóri Gerplu og sem landsliðsþjálfari í fimleikum. Frá komu hennar til Vinnuverndar hefur hún haldið utan um endurskipulagningu og þróun fyrirtækisins í framhaldi af stefnumótunarvinnu sem farið var í haustið 2022. Ásamt því að stýra innleiðingu þeirrar vinnu og þróunnar þjónustu- og markaðssviðs Vinnuverndar. 

Harpa Þöll Gísladóttir, 

Yfirmaður verkefna- & mannauðssviðs

Harpa Þöll er hjúkrunarfræðingur og hefur starfað á ýmsum deildum Landspítala, m.a. gjörgæslu,- taugalækninga- og blóðlækningadeild. Hún hefur einnig víðtæka reynslu af mannauðsmálum, en eftir að hún lauk MSc í mannauðsstjórnun starfaði hún sem mannauðsstjóri flugfreyja- og þjóna hjá Icelandair árin 2016-2019.

Hún stóð síðan vaktina á gjörgæslunni í Covid faraldrinum en í júní 2022 hóf hún störf sem sviðsstjóri heilbrigðissviðs Vinnuverndar. Eitt af hennar fyrstu verkum var að hefja undirbúning og leiða fyrirtækið í gegnum stefnumótunarferli. Samhliða þessari þróunarvinnu ber hún ábyrgð á verkefna- og mannauðsmálum Vinnuverndar. Hún er elsta sálin í hópnum og veit fátt betra en að prjóna lopapeysur, drekka kaffi, lesa Guðrúnu frá Lundi og hlaupa um fjöll og firnindi. Mjög ókompliseruð blanda.

Hjúkrunarfræðingar

Aðalbjörg M. Agnarsdóttir, 

Hjúkrunarfræðingur

Aðalbjörg hóf nám í Danmörku árið 2010 og lauk B.Sc í hjúkrunarfræði úr háskólanum í Álaborg árið 2013. Hún starfaði á Álaborgarsjúkrahúsi á Taugaskurðdeild og Eyrna-, nef- og hálsskurðdeild árið 2014-2016. Meðfram starfi sínu sótti hún um norskt hjúkrunarleyfi og fór reglulega í vinnutúra til Noregs og vann á mismunandi hjúkrunarheimilum í Þrándheimi. Aðalbjörg vann þrjú sumur á Hrafnistu dvalarheimili fyrir aldraða. Aðalbjörg flytur heim til Íslands 2016 og fer að vinna á Heila,tauga og bæklunarskurðdeild á LSH. Haustið 2017 sækir Aðalbjörg um hjá Vinnuvernd og hefur í starfi sínu sinnt heilsufarsmælingum í fyrirtækjum, flugskoðunum, mygluskimunum ásamt bólusetningu. Aðalbjörg sérhæfir sig í fræðslu um skyndihjálp hjá Vinnuvernd og hefur sótt ILS námskeið hjá Rauða Kross Íslands.

Björg Jakobína Þráinsdóttir,

Hjúkrunarfræðingur

Jakobína útskrifaðist með B.Sc gráðu í hjúkrun frá Háskóla Íslands árið 2013. Með námi starfaði hún á bæklunardeild LSH-B5. Jakobína hefur starfað hjá Vinnuvernd frá 2013. Hún sinnir margvíslegum heilsufarsskoðunum,fræðslu, skýrslugerð, skyndihjálp ofl. Árið 2022 sótti hún námskeið í sérhæfðri endurlífgun I(Immediate Life Support-ILS) á vegum endulífgunarráðs evrópu(ERC). Jakobína hefur umsjón með fjarvistarsíma Vinnuverndar þar sem starfsfólk fyrirtækja skráir veikindi og fær ráðgjöf. Á árunum 1995-2007 var hún eigandi og framkvæmdarstjóri fyrirtækis í smásölu og veit því vel hve mikilvægt er að huga vel að sínu starfsfólki.


Elva Rut Jónsdóttir, 

Hjúkrunarfræðingur

Elva útskrifaðist með B.Sc gráðu í hjúkrunarfræðum frá  Háskóla Íslands árið 2005. Þaðan lá leið hennar til Lund í Svíþjóð þar sem hún kláraði meistaranám með áherslu á sérmenntun í heilsugæsluhjúkrun árið 2011. Hún hefur áður starfað á hjartadeild LSH og á heilsugæslu hérlendis og í Svíþjóð. Elva hefur starfað hjá Vinnuvernd síðan 2016 og sinnir meðal annars heilsufarsmælingum, fjarvistaskráningu ásamt því að hafa umsjón með bólusetningum í tengslum við ferðalög eða atvinnu. 

Heiða B. Magnúsdóttir, 

Hjúkrunarfræðingur

Heiða Berglind er hjúkrunarfræðingur sem útskrifaðist frá Háskólanum á Akureyri 2013. Frá útskrift hefur hún starfað á Lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri og er þar enn. Hún hóf störf hjá Vinnuvernd haustið 2014 og er starfandi hjúkrunarfræðingur á Akureyri og nærliggjandi sveitarfélögum. Hún sinnir m.a. heilsufarsmælingum, bólusetningum og kennir skyndihjálp. Heiða Berglind hefur mikinn áhuga á bættri lýðheilsu og vellíðan á vinnustað.

Íris Ómarsdóttir Hjaltalín 

Hjúkrunarfræðingur

Íris útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands árið 2013 en hafði áður lokið BA gráðu í sálfræði. Eftir útskrift lá leiðin fyrst á bráðadeild en svo fljótt yfir á heilsugæsluna þar sem hún sinnti að mestu skólahjúkrun og hjúkrunarmóttöku. Íris starfaði á heilsugæslunni til ársins 2022 og lauk samhliða starfi diplómagráðu í heilsugæsluhjúkrun. Í framhaldinu tók hún við stöðu teymisstjóra fjölskylduteymis og verkefnastjórn skólahjúkrunar. Íris hefur starfað hjá Vinnuvernd frá árinu 2023 og sinnir þar heilsufarsmælingum, bólusetningum og fjarvistarskráningu. Íris er sú eina í hópnum sem getur talað kóresku.

Heiðrún Sigurjónsdóttir, 

Hjúkrunarfræðingur

Heiðrún útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla íslands árið 2007 en einnig er hún með diplómanám í skurðhjúkrun frá Háskóla Íslands. Heiðrún hefur unnið á bráðamóttökunni í Fossvogi og einnig á skurðstofum bæði á Landspítalanum og á Rigshospitalet í Kaupmannahöfn. Hún hóf störf hjá Vinnuvernd í ágúst 2022 og sinnir meðal annars heilsufarsskoðunum, bólusetningum, kennir skyndihjálp auk ýmis konar fræðslu. Heiðrún hefur mikinn áhuga á að bæta heilbrigði og auka vellíðan á vinnustöðum. 

Guðríður Þorgeirsdóttir, 

Hjúkrunarfræðingur / Ljósmóðir

Guðríður útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands árið 2010 og starfaði með náminu á Taugalækningadeild Landspítalans. Árið 2012 hóf hún nám í Ljósmóðurfræði og útskrifaðist sem Ljósmóðir frá Háskóla Íslands árið 2014. Í kjölfar ljósmæðranámsins starfaði Guðríður á Vökudeild Barnaspítala Hringsins til ársins 2021 þegar hún ákvað að venda kvæði sínu í kross og hefja störf hjá Vinnuvernd. Guðríður sinnir heilsufarseftirliti af margvíslegum toga ásamt því að sinna ýmiss konar fræðslu. Guðríður hefur óþreytandi áhuga á heilsueflandi nálgun til þess að hámarka lífsgæði einstaklingsins.

Edda Ýrr Einarsdóttir, 

Hjúkrunarfræðingur

Edda Ýrr útskrifaðist með B.Sc. gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2014. Að námi loknu hóf hún störf á hjartadeild þar sem hún lauk m.a. þjálfun í sérhæfðri endurlífgun og starfaði þar með hléum til 2018. Hún starfaði einnig sem flugfreyja 2015-2020 og gerðist meðlimur bakvarðarsveit hjúkrunarfræðinga á COVID tímum. Árið 2023 hóf Edda Ýrr störf hjá Vinnuvernd og sinnir hún m.a. heilsufarsskoðunum, skyndihjálparnámskeiðum og bólusetningum.  Edda Ýrr býr á Álftanesi ásamt eiginmanni og fjórum börnum. Hún brennur fyrir lýðheilsu og í dag stundar hún meistaranám í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands samhliða starfi.

María Hrönn Björgvinsdóttir,

Hjúkrunarfræðingur

María Hrönn útksrifaðist úr Háskóla Íslands með b.s. gráðu í hjúkrunarfræði árið 2009. Hún starfaði fyrst á lungnadeild en færði sig síðan yfir á gjörgæsludeildina í Fossvogi þar sem hún starfaði frá 2007-2024. Hún hefur sótt fjölda námskeiða, m.a. ALS (Advanced Life Support) og EPILS (European Peadiatric Immediate Life Support). Samhliða starfi lauk hún einnig diploma í sölu- og markaðsfræðum frá Promennt.  Árið 2024 ákvað María Hrönn að venda kvæði sínu í kross og hóf störf hjá Vinnuvernd þar sem megin áhersla hennar er lýðheilsa og heilbrigði starfsfólks á vinnustöðum. 

Sólveig Guðmundsdóttir,

Hjúkrunarfræðingur

Sólveig er hjúkrunarfræðingur sem hefur starfað hjá Vinnuvernd síðan febrúar 2018. Áður starfaði hún sem hjúkrunarfræðingur á Krabbameinslækningadeild LSH, þar var hún tengiliður sýkingarvarnadeildar og fjölskylduhjúkrunar við deildina. Hjá Vinnuvernd sinnir hún m.a. heilsufarsskoðunum, bólusetningum og kennir skyndihjálp. Sólveig hefur lokið leiðbeinendanámskeiði í skyndihjálp hjá Rauða Krossi Íslands og heldur utanum skyndihjálparteymi Vinnuverndar. Í starfi brennur Sólveig fyrir bættu heilbrigði og vellíðan á vinnustað.

Sálfræðingar

Áslaug Kristinsdóttir,

Sálfræðingur

Áslaug útskrifaðist frá Háskóla Íslands með cand.psych. gráðu árið 2007 og hefur síðan þá veitt stjórnendum fyrirtækja ráðgjöf og handleiðslu varðandi félagslega og andlega áhættuþætti á vinnustað. Helstu viðfangsefni eru greiningar á starfsumhverfi, sáttamiðlun, ráðgjöf vegna samskiptavanda, stjórnendahandleiðsla, fyrirlestrar/námskeið og einstaklingsstuðningur. Ásamt því hefur hún sinnt klínískri meðferð einstaklinga. Áslaug hefur hlotið viðurkenningu sem sérfræðingur í vinnuvernd, sótt ýmis námskeið og vinnustofur tengdu félagsleg og andlegu vinnuumhverfi og lokið námi í sáttamiðlun.


Inga Valdís Tómasdóttir, 

Sálfræðingur 

Inga Valdís útskrifaðist sem sálfræðingur frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2022 með áherslu á klíníska- og félagssálfræði. Hún hefur einnig setið námskeið um sálrænan stuðning í kjölfar áfalla. Hún sinnir sálfræðiráðgjöf til einstaklinga, ásamt því að fara með fyrirlestra og fræðsluerindi til fyrirtækja um hin ýmsu málefni sem tengjast andlegri líðan. Inga hóf störf hjá Vinnuvernd árið 2022.

Jakob Gunnlaugsson, 

Sálfræðingur

Jakob útskrifaðist sem sálfræðingur frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2010 með áherslu á vinnu- og klíníska sálfræði. Hann er teymisstjóri sálfræðinga hjá Vinnuvernd og hans helstu verkefni eru að veita stjórnendum ráðgjöf og handleiðslu varðandi sálfélagslegt vinnuumhverfi á vinnustöðum, vinnustaðagreiningar og einstaklingsviðtöl. Jakob hefur hlotið viðurkenningu sem sérfræðingur í vinnuvernd.

Fjóla Dís Markúsdóttir, 

Sálfræðingur

Fjóla Dís útskrifaðist með cand. psych. gráðu frá Háskóla Íslands árið 2017. Hún hefur komið víða við en hefur sinnt starfi sálfræðings á heilsugæslu síðan 2019. Þar hefur hún boðið upp á einstaklingsmeðferð og ráðgjöf fyrir börn, unglinga, foreldra ungra barna og konur á meðgöngu og eftir fæðingu, sem og hópmeðferð fyrir ýmsa hópa. 

Fjóla Dís hóf störf hjá Vinnuvernd samhliða starfi sínu á heilsugæslu árið 2024. Hjá Vinnuvernd sinnir hún einstaklingsráðgjöf ásamt fyrirlestrum og fræðslu til fyrirtækja og stofnana. Fjóla Dís hefur mikinn áhuga á forvarnarstarfi og því að auka vellíðan á vinnustað.

Utan vinnu nýtur hún þess að drekka gott kaffi, sérstaklega þegar hún nær að drekka það heitt, prjóna, ferðast og verja tíma með fjölskyldu og vinum.

Sigrún E. Arnardóttir, 

Sálfræðingur

Sigrún er klínískur sálfræðingur en hún lauk meistaranámi frá Háskóla Íslands árið 2019. Hún sinnir einstaklingsráðgjöf og stuðningsviðtölum hjá Vinnuvernd ásamt sáttarmiðlun. Hún hóf störf hjá Vinnuvernd árið 2020. 

Sérfræðilæknar

Elín Laxdal, 

Sérfræðilæknir

Elín er sérfræðilæknir með sérhæfingu í almennum skurðlækningum og æðaskurðlækningum (MD-PhD). Hún hefur starfað sem sérfræðingur í æðaskurðlækningum og yfirlæknir við Haukeland háskólasjúkrahús í Bergen, Noregi og æðaskurðdeild Landspítalans. Jafnframt hefur hún starfað sem dósent við Læknadeild Háskóla Íslands og professor við Kirurgisk Institutt, Björgvinjarháskóla.

Elín hefur unnið hjá Vinnuvernd síðan árið 2019 og sinnir starfstengdri heilbrigðisþjónustu en hún hefur einnig réttindi sem fluglæknir (Aeromedical Examiner) hún er einnig viðurkenndur sjómannalæknir hjá Samgöngustofu. 

Ása Elísa Einarsdóttir, 

Sérfræðilæknir

​Ása Elísa er sérfræðilæknir með sérfræðimenntun í barnalækningum síðan 2001 og bráðalækningum síðan 2013. Ása Lauk einnig diplómanámi í líknalækningum árið 2021. Hún hefur starfað bæði í Noregi og Íslandi en hóf störf hjá Vinnuvernd 2018 og sinnir starfstengdri heilbrigðisþjónustu. 

Helstu áhugamál  snúa að heilsueflingu og forvörnum gegn slysum og sjúkdómum og í því samhengi umhverfisvernd almennt.

Atli Einarsson, 

Sérfræðilæknir 

Atli er sérfræðilæknir í hjartasjúkdómum en hann er einnig með réttindi sem fluglæknir (Aeromedical Examiner) og yfirlæknir fluglæknaseturs Vinnuverndar. Hann er einnig viðurkenndur sjómannalæknir hjá Samgöngustofu.
Hann hefur starfað sem ráðgefandi læknir fjölmargra fyrirtækja auk þess að sinna starfstengdum heilbrigðisskoðunum.
Atli er sinn af eigendum Vinnuverndar og setið í stjórn  frá stofnun fyrirtækisins.

Ingi Karl Reynisson, 

Sérfræðilæknir

Ingi Karl útskrifaðist úr læknadeild HÍ árið 2008. Hann stundaði sérnám í lyflækningum við Háskólasjúkrahúsið í Uppsölum á árunum 2012-2016 og hefur starfað sem sérfræðingur í lyflækningum bæði á Landspítala og á sjúkrahúsinu á Akranesi síðan haustið 2016. Ingi Karl hefur unnið við trúnaðarlækningar hjá Vinnuvernd síðan 2018. 

Guðný Ásgeirsdóttir, 

Sérfræðilæknir

Guðný er sérfræðingur í heimilislækningum. Hún stundaði grunnnám í læknisfræði í Óðinsvéum í Danmörku á árunum 2006-2014. Árið 2014 flutti hún til Íslands og hóf nám í heimilislækningum. Hún útskrifaðist sem sérfræðilæknir í heimilislækningum 2020. Hún hefur starfað á heilsugæslum á höfuðborgarsvæðinu og á ýmsum deildum Landspítala. Hún hefur einnig B.Sc. gráðu í líffræði frá HÍ. Guðný hefur unnið hjá Vinnuvernd frá 2022 sem trúnaðarlæknir.

Helgi Guðbergsson, 

Sérfræðilæknir

​ Helgi er sérfræðingur í atvinnu- og umhverfissjúkdómum og hefur starfað í Finnlandi, Svíþjóð og á Íslandi m.a. á Heilsuverndarstöðinni og hjá Vinnuvernd. Hann stundaði kennslu í heilbrigðisfræði, faraldursfræði og eiturefnafræði í HÍ um árabil. Hann vann á annan áratug við tóbaksvarnir og hefur unnið við greiningu atvinnu- og umhverfissjúkdóma, mat á tjóni af slysum og sjúklingatryggingaratvikum. Helgi hefur langa reynslu af vinnu við bólusetningar og aðra heilsuvernd vegna ferðalaga og hefur umsjón með Ferðavernd Vinnuverndar.

Þorvaldur Magnússon, 

Sérfræðilæknir

Þorvaldur er sérfræðilæknir með sérhæfingu sem lyflæknir og nýrnasérfræðingur ásamt því að vera með réttindi sem fluglæknir (Aeromedical Examiner)  Hann er einnig viðurkenndur sjómannalæknir hjá Samgöngustofu.
Hann hefur starfað sem ráðgefandi læknir fjölmargra fyrirtækja sem trúnaðarlæknir auk þess að sinna starfstengdum heilbrigðisskoðunum.
Þorvaldur er einn af eigendum Vinnuverndar og setið í stjórn  frá stofnun fyrirtækisins.

Aðrir sérfræðingar

Thelma Hafþórsdóttir, 

Iðjuþjálfi

Thelma er sérfræðingur í vinnuvernd með áherslu á hreyfi- og stoðkerfi. Hún er menntaður einkaþjálfari og útskrifaðist með B.Sc. gráðu í iðjuþjálfun frá Háskólanum á Akureyri árið 2012. Þá hefur hún einnig lokið grunnstigi í tónlist með áherslu á söng við Tónlistarskóla F.Í.H. Thelma sinnir fræðslu sem snýr að vinnuvistfræði, t.d. með fyrirlestrum, upplýsingaritum og kennslumyndböndum. Hún sinnir einnig vinnustaðarúttektum og áætlunum um öryggi og heilbrigði á vinnustað sem felur m.a. í sér áhættumat. Thelma er annar tveggja leiðbeinanda á starfslokanámskeiðinu okkar.

Valgeir Sigurðsson, 

Verkefnastjóri fyrirtækjaþjónustu Sjúkraþjálfari

Valgeir er sjúkraþjálfari að mennt og hefur verið framkvæmdastjóri Vinnuverndar frá upphafi.  Óhætt er að segja að Valgeir sé einn reynslumesti sérfræðingur landsins á sviði vinnuverndar en hann hefur sinnt fjölbreyttir ráðgjöf í tengslum við öryggi og heilbrigði við fjölmarga vinnustaði í yfir 20 ár. 
Í dag er rekstur og þróun Vinnuverndar ehf. megin viðfangsefnið en Valgeir kemur að einstökum ráðgjafaverkefnum með samstarfsfólki sínu. 

Anna María Helgadóttir,

Móttökustjóri

Anna María er andlit Vinnuverndar ef svo má að orði komast. Hún sér um allt er viðkemur móttöku okkar og má þar meðal annars nefna samskipti við viðskiptavini, tímabókanir, móttöku viðskiptavina ásamt mörgum öðrum verkefnum.  

Anna María hefur margra ára reynslu úr bankageiranum en hún starfaði í ráðgjöf þar áður en hún hóf störf hjá Vinnuvernd vorið 2023. 

Gunnhildur Valgeirsdóttir, 

Aðalbókari / Kerfisfræðingur

Gunnhildur er aðalbókari hjá Vinnuvernd, hún sér um laun, reikninga og fleira tengdu bókhaldi fyrirtækisins auk ýmisa tæknilegra lausna. Hefur unnið við innleiðingu viðskiptalausna og kennslu þeirra um langa hríð.

Anna Kristín Scheving

Móttaka

Anna Kristín starfar í móttökunni alla daga fyrir hádegi og heldur utan um samskipti við viðskiptavini, tímabókanir, móttöku viðskiptavina ásamt öðrum verkefnum. Hún er lærður ljósmyndari og rekur sína eigin ljósmyndaþjónustu. Anna Kristín er lífsglöð og tekur brosandi á móti þér þegar þú mætir til okkar.