Sálfræði- & mannauðsráðgjöf

Viðtöl og handleiðsla ásamt fjölbreyttri ráðgjöf & fræðslu fyrir vinnustaði


Sálfræðisvið Vinnuverndar býður upp á fjölbreytta þjónustu og ráðgjöf til fyrirtækja, stofnanna og sveitarfélaga um þá þætti í vinnuumhverfi sem snúa að félagslegum og andlegum áhættuþáttum. Sálfræðingar Vinnuverndar hafa hlotið viðurkenningu sem sérfræðingar frá Vinnueftirlitinu til að veita slíka þjónustu og hafa allir starfsleyfi frá Embætti Landlæknis. 

Hér að neðan er hægt að skoða þjónustuframboð sálfræði - og mannauðsráðgjafar  Vinnuverndar. 



SENDA FYRIRSPURN   

Fræðsla & námskeið
Fjölbreytt ráðgjöf fyrir vinnustaði
Stjórnendahandleiðsla & viðtöl

Viðtöl og stjórnendahandleiðsla

Vinnustaðir eru nú í auknum mæli að bjóða starfsfólki upp á stuðning og ráðgjöf hjá sálfræðingi til að bæta líðan sína. Vinnuvernd býður upp á einstaklingsviðtöl fyrir starfsfólk fyrirtækja sem eru í samningsþjónustu. 

Vinnuvernd býður einnig upp á handleiðslu sálfræðings fyrir stjórnendur eða stjórnendahópa. Handleiðslan hefur þann tilgang að styrkja stjórnendur og/eða hópinn í að takast á við ýmsar áskoranir og erfiðleika í starfi.  

LESA MEIRA  

Fjölbreytt ráðgjöf fyrir vinnustaði

 Sálfræðiteymi Vinnuverndar býður upp á fjölbreytta þjónustu og ráðgjöf til fyrirtækja, stofnanna og sveitarfélaga um þá þætti í vinnuumhverfi sem snúa að félagslegum og andlegum áhættuþáttum. 

Má þar á meðal nefna:

  • Vinnustaðagreining á félagslegum og andlegum áhættuþáttum í vinnuumhverfi
  • Ekko ráðgjöf og vöktun
  • Ráðgjöf er varða samskipti og gerð samskiptasáttmála
  • Sáttamiðlun
  • Sálrænn stuðning
  • Önnur mannauðsráðgjöf

LESA MEIRA

Fræðsla og námskeið

Sálfræðisvið Vinnuverndar býður upp á fjölbreytt úrval fræðsluerinda og námskeiða fyrir vinnustaði sem ætlað er að efla og styrkja starfsfólk og starfshópa. Fræðsla er mikilvægur liður í forvarnarstarfi vinnustaða og er ætlað að auka vellíðan á vinnustað og stuðla að jákvæðu samstarfi. 

Meðal vinsælustu erinda okkar eru:

  • Jákvæð samskipti og vellíðan í vinnu
  • Streita- Mín leið við streitu
  • EKKO á vinnustöðum
  • Kulnun í starfi
  • Að mæta erfiðri hegðun
  • Andleg heilsa
  • Breytingastjórnun
  • Verkefnastjórnun

LESA MEIRA