Heilsufarsmat

Heilsufarsmælingar & ítarlegar heilbrigðisskoðanir fyrir vinnustaði


Við bjóðum fyrirtækjum og starfsfólki þeirra upp á hvetjandi lausnir í tengslum við heilsu og vellíðan starfsfólks. Hjá okkur starfa reyndir hjúkrunarfræðingar, læknar og sálfræðingar með góða innsýn í þær áskoranir sem við þurfum að takast á við í daglegu lífi og vinnu.

Vinnustaðir eru ólíkir og leggjum við mikið upp úr því að mæta þörfum hvers og eins, bæði vinnustaða og starfsmanna. Við bjóðum upp á fjölbreyttar leiðir, allt frá styttri heilsufarsmælingum og yfir í vinsælustu þjónustuleið okkar sem við köllum heilsufarsmat. Má þar nefna meðal annars vegna:

  • Heilsufarsmat  - grunnur
  • Heilsufarsmat - bronz
  • Heilbrigðisskoðun - silfur
  • Heilbrigðisskoðun - gull

Ólíkar útfærslur eru í boði þar sem farið er yfir lífsstílstengda þætti ásamt mikilvægum heilbrigðismælingum. Í hverri skoðun er lögð áhersla á fræðslu um þau lykilatriði sem hafa áhrif á vellíðan og andlega líðan okkar í vinnu og daglegu lífi, líkt og álag og streita. Einnig getur hver vinnustaðir valið að bæta við auka heilbrgiðsismælingum eftir þörf vinnustaðarins eða könnun á andlegri líðan. 

SENDA BEIÐNI UM HEILSUFARSMÆLINGU   

Heilsufarsmat - grunnur


Hjúkrunarfræðingar frá Vinnuvernd koma á þinn vinnustaðinn og framkvæmda eftirfarandi heilsufarsskoðun og mælingar á starfsfólki: 

Ráðgjöf og fræðsla hjúkrunarfræðings ásamt eftirfarandi mælingum: 

  • Blóðþrýstingur
  • Blóðsykur
  • Kólesteról
  • Blauðrauði
  • Mittismál og þyngd (valkvætt) 

Í lok skoðunar fá einstaklingar sínar niðurstöður afhentar, tekur hver skoðun um 15 mínútur. 

Stjórnendur vinnustaða fá samantektar skýrslu á niðurstöðum starfshópsins í heild. Gefur sú skýrsla þeim yfirsýn yfir heilsufar starfsfólks með t.d tilliti til álags í starfi, streitu og fleiri heilsutengdra þátta. Einnig er gerður samanburð yfir hvar þeirra starfshópur stendur miðað við önnur fyrirtæki sem nýta sér sömu þjónustu Vinnuverndar.

Settur er upp rafrænn bókunarhlekkur fyrir hvert fyrirtæki svo starfsfólki gefst kostur á að skrá sig í skoðun með góðum fyrirvara og á þeim tíma er hentar þeim best innan þeirra daga sem skoðanirnar standa yfir.






Heilsufarsmat - bronz

 

Hjúkrunarfræðingar frá Vinnuvernd koma á þinn vinnustaðinn og framkvæmda eftirfarandi heilsufarsskoðun og mælingar á starfsfólki: 

Ráðgjöf og fræðsla hjúkrunarfræðings ásamt eftirfarandi mælingum: 

  • Blóðþrýstingur
  • Blóðsykur
  • Kólesteról
  • Blauðrauði
  • Hjartalínurit (yfirfarið af sérfræðilækni)
  • Sundurliðuð kólesterólmæling
    • Heildarkólesteról - HDL - LDL - Þríglýceríð
    • Áhættureiknir/ mat

Í þessu heilsufarsmat er hjartalínurit framkvæmt í skoðuninni og í framhaldi yfirlesið af sérfræðilækni sem fylgir málinu eftir með viðkomandi einstakling ef óeðlileiki er í riti.

Í lok skoðunar fá einstaklingar sínar niðurstöður afhentar, tekur hver skoðun um 30 mínútur. 

Stjórnendur vinnustaða fá samantektar skýrslu á niðurstöðum starfshópsins í heild. Gefur sú skýrsla þeim yfirsýn yfir heilsufar starfsfólks með t.d tilliti til álags í starfi, streitu og fleiri heilsutengdra þátta. Einnig er gerður samanburð yfir hvar þeirra starfshópur stendur miðað við önnur fyrirtæki sem nýta sér sömu þjónustu Vinnuverndar.

Settur er upp rafrænn bókunarhlekkur fyrir hvert fyrirtæki svo starfsfólki gefst kostur á að skrá sig í skoðun með góðum fyrirvara og á þeim tíma er hentar þeim best innan þeirra daga sem skoðanirnar standa yfir.





Heilsufarsmat - silfur

 

Hér er um að ræða yfirgripsmikla heilbrigðisskoðun í forvarnaskyni þar sem tekin er blóðprufa, hjartalínurit ásamt mælingum á blóðþrýstingi og púls.

Blóðprufa

  • Blóðprufa hjá Sameind - læknir fer yfir allar blóðprufu niðurstöður og hjúkrunarfræðingur fer yfir þær með viðkomandi einstakling.

Ráðgjöf og fræðsla hjúkrunarfræðings ásamt eftirfarandi mælingum:

  • Blóðþrýstingur og púls.
  • Hjartalínurit, framkvæmt af hjúkrunarfræðingi, yfirfarið af lækni.
    • Áhættureiknir/mat
  • Yfirferð á niðurstöðum úr blóðprufu

Val er um að bæta við þessa heilbrigðisskoðun könnun á andleg líðan:

  • Rafræn skimun á andlegri líðan með spurningalista sem metur einkenni streitu, kvíða og þunglyndis. Sálfræðingur yfirfer svörun könnuninar og haft er samband við starfsfólk sem skorar yfir viðmiðunarmörkum í einhverjum flokkum í skimun á andlegri líðan og þeim gefin ráðgjöf út frá niðurstöðum.

Í lok skoðunar fá einstaklingar sínar niðurstöður afhentar, tekur hver skoðun um 40 mínútur.  

Stjórnendur vinnustaða fá samantektar skýrslu á niðurstöðum starfshópsins í heild. Gefur sú skýrsla þeim yfirsýn yfir heilsufar starfsfólks með t.d tilliti til álags í starfi, streitu og fleiri heilsutengdra þátta. Einnig er gerður samanburð yfir hvar þeirra starfshópur stendur miðað við önnur fyrirtæki sem nýta sér sömu þjónustu Vinnuverndar.

Settur er upp rafrænn bókunarhlekkur fyrir hvert fyrirtæki svo starfsfólki gefst kostur á að skrá sig í skoðun með góðum fyrirvara og á þeim tíma er hentar þeim best innan þeirra daga sem skoðanirnar standa yfir. Hægt er að framkvæma þessar skoðanir á vinnustaðnum eða í móttöku Vinnuverndar. 






Heilsufarsmat - gull

 

Hér er um er að ræða yfirgripsmikla skoðun í forvarnarskyni. Tekin er ítarleg heilsufarssaga og fjölskyldusaga með tilliti til krabbameins og annarra sjúkdóma. Í skoðuninni er ástand einstaklingsins metið með tilliti til hjarta- og æðakerfis, taugakerfis, meltingarfæra. þvagfæra, öndunarfæra, sýkinga o.fl.

Blóðprufa

  • Blóðprufa hjá Sameind

Ráðgjöf og fræðsla hjúkrunarfræðings ásamt eftirfarandi mælingum:

  • Blóðþrýstingur og púls
  • Hjartalínurit
  • Sjón- og heyrnarpróf
  • Þvagprufa

Viðtal hjá lækni þar sem eftirfarandi þættir eru skoðaðir:

  • Læknisskoðun á hjarta, lungu, kviður, útlimir ofl.
  • Læknir fer yfir allar blóðprufu niðurstöður með einstaklingnum.
  • Yfirferð á hjartalínuriti
    • Áhættureiknir/mat
  • Beiðni er framkvæmd í ristilspeglun fyrir einstaklinga 50 ára og eldri, ef þess er óskað.

Viðtal hjá sálfræðingi þar sem farið er yfir eftirfarandi þætti: 

  • Rafræn skimun á andlegri líðan með spurningalista sem metur einkenni streitu, kvíða og þunglyndis. Sálfræðingur yfirfer svörun könnuninar.
  • Rafræn skimun sálfræðings á einkennum kulnunar
  • Sálfræðingur fer yfir niðurstöður kannanna með viðkomandi einstaklingum.  



 



Viðbót heilbrigðismælingar


Þar sem starfsumhverfi getur verið ólíkt innan sama vinnustaðar og þar af leiðandi áhættuþættir í umhverfinu ólíkir bjóðum við upp á viðbótamælingar sem hægt er að sérsniða að ákveðnum hópum innan vinnustaðarins. Þetta eru meðal annars: 

  • Sjónmælingar 
  • Heyrnamælingar 
  • Blásturspróf (spírómetría)



Könnun á andlegri líðan

 

Eins bjóðum við upp á viðbóta könnun á andlegri líðan sem er sérhönnuð af sálfræðiteymi okkar. Um er að ræða rafræna könnun þar sem hörft er sérstaklega til eftirfarandi þátta: 

  • Streita, kvíði og þunglyndi

Sálfræðingar okkar sjá um yfirlestur og svörun á könnuninni en hún er send til allra einstaklinga fyrir komu þeirra í heilsufarsmat hjá hjúkrunarfræðingi. 

Ef einstaklingar skora utan hefðbundinna vikmarka í einhverjum flokkum í skimun á andlegri líðan er haft samband við þá frá sálfræðingi og þeim gefin ráðgjöf út frá niðurstöðum.

 



Ítarefni

Blóðþrýstingur

​Hækkaður blóðþrýstingur er einn af áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma; kransæðasjúkdóma og heilablóðfalls. Háþrýstingur er oft einkennalaus og getur því haft áhrif á einstaklinginn án þess að einkenni komi fram. Tvær tölur eru notaðar til þess að skýra blóðþrýsting. Hærri talan segir til um þrýsting í slagæðum þegar hjartað dregst saman og lægri talan gefur til kynna þrýsting í slagæðum þegar hjartað er í hvíld. 
Viðmiðunarmörk háþrýstings eru gildi >140/90 í endurteknum mælingum. 

Blóðsykur

Blóðsykur er mældur til þess að skima fyrir sykursýki. Sykursýki er sjúkdómur sem kemur m.a til vegna ónógrar verkunar insúlíns í líkamanum. Við þessar kringumstæður verður of mikið magn af sykri (glúkósa) í blóðinu sem getur með tímanum leitt til skemmda á líffærum, taugum og æðum líkamans.

Kólesteról / Blóðfita

Kólesteról er ein tegund blóðfitu. Allar frumur líkamans þurfa á kólesteróli að halda til að geta viðhaldið eðlilegri starfsemi. Hins vegar getur hátt kólesterólmagn í blóði aukið líkur á hjarta- og æðasjúkdómum. Ef aðrir áhættuþættir eru einnig til staðar, til dæmis hár blóðþrýstingur, erfðir og/eða reykingar, getur það aukið áhættuna á háu kólesteróli. Áhættan af háu kólesteróli eykst enn frekar ef aðrir áhættuþættir eru til staðar t.d. hár blóðþrýstingur, erfðir og/eða reykingar.

Blóðrauði 

Blóðrauði er mældur til þess að skima fyrir blóðleysi. Blóðleysi felur í sér skort á rauðum blóðkornum og við það geta komið fram einkenni eins og þreyta og slappleiki. Viðmiðunarmörk blóðrauða eru > 120 fyrir konur og > 130 fyrir karlmenn.

Hjartalínurit

Hjartalínurit er einföld rannsókn sem skráir innri rafvirkni hjartavöðva til að greina hjarta- og æðasjúkdóma. Með hjartalínuriti má greina margs konar vandamál eins og hjartsláttartruflanir, hjartadrep, blóðþurrð, raftruflanir o.fl.  Ekki er hægt að staðfesta né útiloka kransæðasjúkdóm eingöngu með hjartalínuriti og þarf því að beita öðrum aðferðum við grun um slíkt.  Þá greinir hjartalínurit hvorki hjartagalla né hjartalokusjúkdóma.

Sjónmæling

Með sjónprófi er sjónskerpa (nærsýni) mæld á hvoru auga fyrir sig með því að ákvarða hversu smáa stafi einstaklingurinn sér úr ákveðinni fjarlægð. Sjónprófað er með HVOT töflu sem er samsett úr 4 bókstöfum. Ef einstaklingurinn notar gleraugu eða linsur skal sjónprófað með gleraugum eða linsum. Einstaklingar sem uppfylla ekki ákveðin skilyrði er vísað til augnlæknis.

Heyrnamæling

Heyrnarmæling er gerð til þess að athuga hvort heyrn sé farin að skerðast og hvers eðlis heyrnarskerðingin er. Ef heyrn telst ekki innan eðlillegra marka er viðkomandi vísað áfram til frekari skoðunar.

Öndunarmæling

Rannsókn sem mælir starfsgetu lungna á einfaldan hátt. Mælingin getur hjálpað til við greiningu á herpu- og/eða teppusjúkdómum í öndunarfærum. ​

Andleg líðan

 Við bjóðum upp á heildræna nálgun í heilsufarsmati og teljum mikilvægt að kanna andlega heilsu samhliða þeirri líkamlegu. Það gerum við með spurningalista (DASS-42) sem metur streitu-, kvíða- og þunglyndiseinkenni. Með því að skima eftir þessu getum við gripið þá einstaklinga sem eru að glíma við andlega erfiðleika og boðið þeim viðeigandi aðstoð.