Bólusetning v/ ferðalaga

Vellíðan í fríinu


Við bjóðum upp heildræna þjónustu í tengslum við ferðamannabólusetningar. Sérfræðingar okkar sinna bólusetningum og veita ráðgjöf vegna ferðalaga eða dvalar erlendis. Mikilvægt er að meta þarfir hvers og eins m.t.t. aldurs, heilsufars, landsvæðis, erinda og dvalartíma.

Við sinnum einstaklingum, fjölskyldum, íþrótta- og skólahópum ásamt fjölda starfsmanna fyrirtækja og stofnana sem þurfa að ferðast í tengslum við vinnu.​

Það fer eftir ferðaáætlun hvaða bólusetningar eru ráðlagðar hverju sinni. Ef þú hefur ekki fengið ferðamannabólusetningar áður eða ef meira en 3 ár hafa liðið frá síðustu ferðamannabólusetningu, mælum við með að bóka tíma í bólusetningu.

Ef þú hefur fengið ferðamannabólusetningu nýlega og óskar eftir ráðgjöf um stöðu fyrir ferð, mælum við með að bóka tíma í símaráðgjöf.

Hjá okkur færðu alla þjónustuna á einum stað. 





Almennar ráðleggingar

Ferðatryggingar:

  • Verum örugg um að ferðatryggingar okkar séu í samræmi við ferðatilhögun.
  • Ef margir ferðast saman þarf að tryggja að allir séu tryggðir, líka börn.
     

Bólusetningar:

  • Gakktu úr skugga um að þú sért með réttar bólusetningar miðað við þitt ferðalag.
  • Bólusetningar sem þú þarft fara eftir því hvert þú ert að fara, hversu lengi og hvað þú ert að fara að gera í landinu.
  • Ef það geisar faraldur í ferðalandinu gætir þú þurft að gæta sérstakrar varúðar og láta bólusetja þig, þar sem hætta er á að smitast er aukin.
  • Mikilvægt er að bólusetningar séu gefnar á réttum tíma til að tryggja hámarksvirkni og vörn. Stundum þarf að gera það nokkrum vikum fyrir ferðalag.

 
Að ferðast með lyf

  • Ráðlagt er að ferðast með lyf í upprunalegum pakkningum.
  • Þú þarft vottorð ef þú þarft að taka lyf sem hægt er að túlka eða nota sem eiturlyf, þetta getur átt við um sum svefnlyf og sterk lyfseðilsskyld verkjalyf.
  • Það geta verið sérstakar reglur um lyf í handfarangri.
  • Hvaða lyf er mælt með að hafa meðferðis getur farið eftir áfangastað og dvalartíma.​


Gott er að hafa helstu símanúmer með sem þú gætir þurft að nota í neyðartilfellum.

Börn & ferðalög

Að ferðast með börn getur þarfnast auka undirbúnings, til að gera ferðalagið þitt öruggt og þægilegt.


Undirbúningur: Hvað þarf ég að hafa í huga fyrir ferðalagið?

  • Eruð þið að ferðast til svæðis með aukna hættu á sjúkdómum?
  • Ertu búin/n að yfirfara bólusetningar?
  • Ertu með viðeigandi lyf meðferðis?
  • Ertu með viðeigandi ferðatryggingar?


Börn

Langar flugferðir þar sem mikil nálægð við aðra getur aukið hættu á ýmsum sýkingum sbr. inflúensu eða RS vírus, sem getur haft slæm áhrif á ungabörn.
Börn geta þurft skyndilega læknisaðstoð, því er gott að vera með upplýsingar um hvernig hægt er að ná í lækni eða heilbrigðisþjónustu á áfangastað


Tryggingar

Sértu sjúkratryggður á Íslandi áttu rétt á Evrópsku ferðatryggingakorti, sem sýnir að þú sért hluti af almennu sjúkrakerfi íslenska heilbrigðiskerfisins. Þetta kort tryggir þér neyðarþjónustu í þeim löndum sem Ísland er með samning við. Börn ættu einnig að hafa viðeigandi ferðatryggingarkort.
Ef ferðast er til landa þar sem Evrópska ferðatryggingakortið er ekki gilt þarftu að tryggja þig sérstaklega. Annars geturðu þurft að greiða sjúkrakostnað sjálf/ur. Vertu viss um að þú sért með viðeigandi tryggingar hjá þínu tryggingafélagi.


Þrýstingur í eyrum

Það getur valdið sársauka í eyrum þegar loftþrýstingur breytist við flugtak og lendingu. Hér eru ráð um hvernig þú getur aðstoðað barnið þitt.

  • Þú getur haldið fyrir nef barnsins meðan það reynir að blása út um nefið.
  • Þú getur gefið barninu snuð til að sjúga eða gefið því að drekka.
  • Þú getur gefið barningu eitthvað til að tyggja.
  • Þú getur notast við sérstaka eyrnatappa sem jafna þrýsting og létta á álagi.
  • Ef barnið er á brjósti getur þú gefið í flugtaki og lendingu.


Ferðast til heitra landa

Sjáið til þess að barnið drekki nægjanlega mikið.
Forðist of mikið beint sólarljós, þar sem ung börn hafa mjög litla nátturulega vörn.

Þungaðar konur & ferðalög

Flestir geta ferðast eins og venjulega þrátt fyrir þungun, þó það geti verið aðeins óþægilegra í sumum aðstæðum. Maginn er stærri og meiri hætta getur verið á fótabjúg eða bakverkjum. Ef þú ert að skipuleggja löng ferðalög getur verið gott að ræða við ljósmóður eða lækni.


Undirbúningur: Hvað þarf ég að hafa í huga fyrir ferðalagið?

  • Kynntu þér skilmála flugfélagsins tengdum þungunum.
  • Eruð þið að ferðast til svæðis með aukna hættu á sjúkdómum?
  • Ertu búin að yfirfara bólusetningar?
  • Ertu með viðeigandi lyf meðferðis?
  • Ertu með viðeigandi ferðatryggingar?
  • Það getur verið gott að ferðast með sjúkraupplýsingar frá mæðravernd, ef þú þyrftir meðferð á meðan ferðalagi stendur.


Reglur

Einhver flugfélög leyfa þunguðum konum ekki að fljúga á loka vikum meðgöngu. Algengast er að ekki sé leyfilegt að fljúga síðustu tvo mánuðina.
 

Tryggingar

Sértu sjúkratryggður á Íslandi áttu rétt á Evrópsku ferðatryggingakorti, sem sýnir að þú sért hluti af almennu sjúkrakerfi íslenska heilbrigðiskerfisins. Þetta kort tryggir þér neyðarþjónustu í þeim löndum sem Ísland er með samning við. Börn ættu einnig að hafa viðeigandi ferðatryggingakort.
Ef ferðast er til landa þar sem Evrópska ferðatryggingakortið er ekki gilt þarftu að tryggja þig sérstaklega. Annars geturðu þurft að greiða sjúkrakostnað sjálfur. Vertu viss um að þú sért með viðeigandi tryggingar hjá þínu tryggingafélagi.
Sumar heimilistryggingar innihalda ekki sjúkrakostnað á meðgöngu eftir ákveðinn tíma meðgöngu. Ráðfærðu þig við þitt tryggingarfélag og kynntu þér þinn rétt.
 

Bólusetningar

Ef ferðast á til framandi landa þar sem bólusetninga er þörf er mikilvægt að huga að því snemma. Fáðu sérfræðiráðgjöf um hvaða bólusetningar sé ráðlegt að þú fáir á meðgöngu.


Gott að hafa meðferðis

  • Stuðningssokka, til að minnka líkur á bjúg í löngum flugferðalögum.
  • Þægilega skó, bjúgmyndun eykst oft á meðgöngu og í miklum hita.
  • Eyrnatappa, ef þú átt erfitt með svefn.
  • Brjóstapúða, ef þú skyldir leka mjólk seint á meðgöngunni.
  • Ef þú þarft að sitja lengi kyrr á ferðalaginu er gott að hafa í huga að reyna að standa upp og hreyfa þig eins og aðstæður leyfa. Þetta hjálpar til við að minnka bjúgmyndun og líkur á blóðtappa í fótum.

Sólböð

Það er ekkert sem ætti að stoppa þig í því að vera í sólbaði í hóflegu magni. Hins vegar er gott að vera meðvituð um að litarefni húðarinnar breytast á meðgöngu svo þú gætir fengið nýja fæðingarbletti eða þeir stækkað, til að vinna gegn því er ráðlegt að nota sterka sólarvörn.
 

Zika veiran

Zika veiran smitast helst með moskítóbitum og getur sýking borist frá móður til fósturs. Barnshafandi konum er því ráðlagt að bíða með ferðalög til svæða þar sem zika veiran er útbreidd.
Landlæknir mælir með að einstaklingar og pör bíði með barneignir í 6 mánuði eftir komu frá þessum svæðum.
Besta vörnin gegn zika veirunni er að verjast moskítóbitum, með klæðnaði og skordýrafælandi efnum sem innihalda DEET. Veiran getur einnig smitast milli einstaklinga með kynmökum.
Upplýsingar um stöðu í hverju landi má sjá hér á : Zika veiran – svæðisupplýsingar

Ferðalög í mikla hæð

Þegar ferðast er í mikilli hæð þarf að skipuleggja ferðalagið vel og huga að mörgum þáttum.

Í mikilli hæð verða eðlileg lífeðlisfræðileg viðbrögð í líkamanum vegna lækkaðs loftþrýstings. Þessar aðstæður geta sett aukið álag á öndunarfæri auk hjarta og æðakerfi, þar sem áhrifin verða hraðari hjartsláttur og hækkaður blóðþrýstingur. Þá finnum við meira fyrir mæði en við venjulega áreynslu. Önnur einkenni sem geta komið fram eru aukin þvaglát, bjúgsöfnun, breytt öndun um nætur og truflanir á svefni. Ekki er ráðlegt að neyta áfengis, róandi lyfja og svefnlyfja þegar ferðast er í mikilli hæð. Fólk sem er með blóðleysi, hjartasjúkdóma og lungnasjúkdóma ættu að ráðfæra sig við lækni áður en farið er í háfjallaferðalög.


Aðlögun:

Þegar ferðast er upp á háa tinda, er mikilvægt að gefa sér góðan tíma til hæðaraðlögunar. Gott er að gista fyrst í 2500 – 3000 m hæð, og svo miða við 300 – 500 metra hækkun milli nátta. Einnig er viðmið að hvíla sig einn aukadag fyrir hverja 1000 hæðarmetra. Hraði hæðaraðlögunar er mjög einstaklingsbundinn og er óháður þáttum eins og kyni, aldri og þjálfun.
 

Fyrstu einkenni hæðarveiki:

  • Lystarleysi.
  • Þyngsli yfir höfði.
  • Svimakennd.
  • Þróttleysi.
  • Mæði og slappleiki við áreynslu.


Einkenni um versnandi hæðarveiki:

  • Vaxandi slappleiki.
  • Höfuðverkur.
  • Ógleði og uppköst.
  • Svefntruflanir.
  • Hjartsláttur og aukin mæði.
     

Regla 1 – Gera ráð fyrir að allur lasleiki í mikilli hæð sé hæðarveiki.
Regla 2 – Halda ekki áfram fyrr en öllu er óhætt.
Regla 3 – Að fara niður sem fyrst og ekki styttra en á þann stað þar sem maður vaknaði síðast hress.
 
Í alvarlegum tilfellum getur maður fengið lungna- og/eða heilabjúg sem er mjög alvarlegt ástand. Þá er um líf og dauða að tefla.
 

Einkenni um lungnabjúg:

  • Mæði í hvíld.
  • Mjög hraður hjartsláttur.
  • Blámi á vörum og nöglum.
  • Hósti og hrygla (slímhljóð heyrast við lungnahlustun).
  • Kemst ekkert áfram.
  • Einkenni um heilabjúg:
  • Höfuðkvalir.
  • Gleiðspora göngulag og getur ekki fetað sig eftir beinni línu.
  • Óskýr hugsun og rugl.
  • Trufluð sjón.
  • Minnkuð meðvitund.
  • Fölgrár húðlitur.
     

Meðferð hæðarveiki:

  • Lækkun.
  • Hvíld.
  • Vökvi.
  • Væg verkjalyf (Paracetamol, Ibúfen, Voltaren).
  • Diamox (acetazolamíð).
  • Adalat Oros (langvirkt nifedipín).
  • Súrefni.
  • Dexametasón steralyf.
  • Þrýstiklefi.


Það er alltaf reynt að hafa sem léttastan búnað í fjallgöngum og horfa á hvern hlut. Því getur verið spurning hvort taka eigi súrefni með þegar farið er á fjöll sem eru yfir 4000 metra há. Einkum er þetta umhugsunarefni þegar vanir menn fara með óvant fólk á há fjöll.

Þegar fólk þarf meðferð með sterum er kominn tími til að halda til baka og hætta að klífa. Einnig ef orðið er nauðsynlegt að nota súrefni nema í þeim tilvikum að verið sé að klífa allra hæstu tinda jarðar.

Huga þarf vel að viðeigandi bólusetningum eftir því svæði sem ganga skal á, og huga að viðeigandi lyfjum sem geta aðstoðað í samráði við lækni.

Þegar gengið er á fjöll í þróunarlöndum þarf að muna eftir bólusetningum og öðrum heilsuverndaraðgerðum, ekki síst varúðarráðstöfunum sem draga úr hættu á niðurgangi, en niðurgangur er viðsjárverður í fjallaferðum.

Afríka

Alltaf er mælt með bólusetningum þegar ferðast er til Afríku

Hvaða bóluefni eru ráðlögð er mismunandi eftir landsvæðum og ferðatilhögun. Algengustu bóluefnin eru gegn lifrarbólgu, taugaveiki og möguleg endurnýjun á barnabólusetnngum. Bólusetning gegn mýgulusótt er krafa víða í Afríku. Bólusetningar gegn hundaæði, kóleru og heilahimnubólgu þarf einnig að íhuga.

Mikilvægt er að leita sér ráðgjafar sérfræðinga áður en haldið er af stað í ferðalög.
 

Tímasetning bólusetninga

Mikilvægt er að huga tímanlega að bólusetningum en gott er að miða við að bóka tíma amk 6 vikum fyrir brottför. Það er þó aldrei of seint að fá ráðgjöf og margar bólusetningar gagnast vel þó stutt sé í ferð.
 

Malaría

Malaríulyf eru ráðlögð þegar ferðast er á ákveðin svæði í Asíu. Mikilvægt er að verjast moskítóbitum á svæðum þar sem malaría er landlæg. Skordýrafælandi efni t.d. DEET eru ráðlögð.


Matur og drykkur

Þegar ferðast er til framandi landa er vissara að hafa gát í tengslum við mat og drykk. Handþvottur eða sprittun handa er góð regla fyrir matmálstíma. Matvæli sem ber að foðast eru t.d. hrátt grænmeti, illa steiktur eða soðinn matur, hrár skelfiskur, ávextir með hýði, ís og ísmolar. Götumatur getur verið varasamur en nýsoðinn eða gegnsteiktur matur er öruggastur. Skynsamlegast er að halda sig við drykki í innsigluðum flöskum eða lokuðum fernum. Kaffi og te eru yfirleitt í lagi enda vatnið þar soðið.

Asía

Alltaf er mælt með bólusetningum þegar ferðast er til Asíu

Hvaða bóluefni eru ráðlögð er mismunandi eftir landsvæðum og ferðatilhögun. Algengustu bóluefnin eru gegn lifrarbólgu, taugaveiki og möguleg endurnýjun á barnabólusetnngum. Bólusetningar gegn hundaæði, kóleru og japanskri heilabólgu þarf einnig að íhuga.

Mikilvægt er að leita sér ráðgjafar sérfræðinga áður en haldið er af stað í ferðalög.

Tímasetning bólusetninga

Mikilvægt er að huga tímanlega að bólusetningum en gott er að miða við að bóka tíma amk 6 vikum fyrir brottför. Það er þó aldrei of seint að fá ráðgjöf og margar bólusetningar gagnast vel þó stutt sé í ferð.

Malaría

Malaríulyf eru ráðlögð þegar ferðast er á ákveðin svæði í Asíu. Mikilvægt er að verjast moskítóbitum á svæðum þar sem malaría er landlæg. Skordýrafælandi efni t.d. DEET eru ráðlögð.

Matur og drykkur

Þegar ferðast er til framandi landa er vissara að hafa gát í tengslum við mat og drykk. Í Japan eru líkur á matarsýkingum oftast óverulegar en á öðrum svæðum Asíu er ráðlagt að fara varlega. Handþvottur eða sprittun handa er góð regla fyrir matmálstíma. Matvæli sem ber að foðast eru t.d. hrátt grænmeti, illa steiktur eða soðinn matur, hrár skelfiskur, ávextir með hýði, ís og ísmolar. Götumatur getur verið varasamur en nýsoðinn eða gegnsteiktur matur er öruggastur. Skynsamlegast er að halda sig við drykki í innsigluðum flöskum eða lokuðum fernum. Kaffi og te eru yfirleitt í lagi enda vatnið þar soðið.

Evrópa

Alltaf er mælt með að hafa barnabólusetningar í gildi þegar ferðast er til Evrópu.

Hvaða bóluefni eru ráðlögð er mismunandi eftir landsvæðum og ferðatilhögun. Ef ferðast er vegna náms eða vinnu getur verið krafa að hafa bólusetningar sem ekki tilheyra almennum bólusetningum barna á Íslandi. Skógarmítlar eru landlægir á ákveðnum svæðum í Evrópu og getur bólusetning gegn mítilborinni heilabólgu verið ráðlögt ef ferðast er á þau svæði.

Mikilvægt er að leita sér ráðgjafar sérfræðinga áður en haldið er af stað í ferðalög.
 

Tímasetning bólusetninga

Mikilvægt er að huga tímanlega að bólusetningum en gott er að miða við að bóka tíma amk 6 vikum fyrir brottför. Það er þó aldrei of seint að fá ráðgjöf og margar bólusetningar gagnast vel þó stutt sé í ferð.
 

Matur og drykkur

Þegar ferðast er til Evrópu eru líkur á matarsýkingu oftast óverulegar. Þó er ástæða til að fara varlega á sumum svæðum Austur – Evrópu. Handþvottur eða sprittun handa er góð regla fyrir matmálstíma. Matvæli sem ber að foðast eru t.d. hrátt grænmeti, illa steiktur eða soðinn matur, hrár skelfiskur, ávextir með hýði, ís og ísmolar. Götumatur getur verið varasamur en nýsoðinn eða gegnsteiktur matur er öruggastur. Skynsamlegast er að halda sig við drykki í innsigluðum flöskum eða lokuðum fernum. Kaffi og te eru yfirleitt í lagi enda vatnið þar soðið.

Norður Ameríka​

Alltaf er mælt með að hafa barnabólusetningar í gildi þegar ferðast er til Norður Ameríku

Hvaða bóluefni eru ráðlögð er mismunandi eftir landsvæðum og ferðatilhögun. Ef ferðast er vegna náms eða vinnu getur verið krafa að hafa bólusetningar sem ekki tilheyra almennum bólusetningum barna á Íslandi.

Mikilvægt er að leita sér ráðgjafar sérfræðinga áður en haldið er af stað í ferðalög.


Tímasetning bólusetninga

Mikilvægt er að huga tímanlega að bólusetningum en gott er að miða við að bóka tíma amk 6 vikum fyrir brottför. Það er þó aldrei of seint að fá ráðgjöf og margar bólusetningar gagnast vel þó stutt sé í ferð.


Matur og drykkur

Þegar ferðast er til Bandaríkjanna og Kanada eru líkur á matarsýkingu oftast óverulegar. Í öðrum löndum Norður Ameríku getur verið ástæða til að fara varlega. Handþvottur eða sprittun handa er góð regla fyrir matmálstíma. Matvæli sem ber að foðast eru t.d. hrátt grænmeti, illa steiktur eða soðinn matur, hrár skelfiskur, ávextir með hýði, ís og ísmolar. Götumatur getur verið varasamur en nýsoðinn eða gegnsteiktur matur er öruggastur. Skynsamlegast er að halda sig við drykki í innsigluðum flöskum eða lokuðum fernum. Kaffi og te eru yfirleitt í lagi enda vatnið þar soðið.

Suður & mið Ameríka​

Alltaf er mælt með bólusetningum þegar ferðast er til Suður eða Mið Ameríku.

Hvaða bóluefni eru ráðlögð er mismunandi eftir landsvæðum og ferðatilhögun. Algengustu bóluefnin eru gegn lifrarbólgu, taugaveiki og möguleg endurnýjun á barnabólusetningum. Bólusetning gegn mýgulusótt er ráðlögð á ákveðin svæði Suður og Mið Ameríku. Einnig þarf að meta þörf fyrir bólusetningu gegn hundaæði.

Mikilvægt er að leita sér ráðgjafar sérfræðinga áður en haldið er af stað í ferðalög.


Tímasetning bólusetninga

Mikilvægt er að huga tímanlega að bólusetningum en gott er að miða við að bóka tíma amk 6 vikum fyrir brottför. Það er þó aldrei of seint að fá ráðgjöf og margar bólusetningar gagnast vel þó stutt sé í ferð.


Malaría

Malaríulyf eru ráðlögð þegar ferðast er á ákveðin svæði í Suður og Mið Ameríku. Mikilvægt er að verjast moskítóbitum á svæðum þar sem malaría er landlæg. Skordýrafælandi efni t.d. DEET eru ráðlögð.


Matur og drykkur

Þegar ferðast er til framandi landa er vissara að hafa gát í tengslum við mat og drykk. Handþvottur eða sprittun handa er góð regla fyrir matmálstíma. Matvæli sem ber að foðast eru t.d. hrátt grænmeti, illa steiktur eða soðinn matur, hrár skelfiskur, ávextir með hýði, ís og ísmolar. Götumatur getur verið varasamur en nýsoðinn eða gegnsteiktur matur er öruggastur. Skynsamlegast er að halda sig við drykki í innsigluðum flöskum eða lokuðum fernum. Kaffi og te eru yfirleitt í lagi enda vatnið þar soðið.

Eyjaálfa​

Alltaf er mælt með að hafa barnabólusetningar í gildi þegar ferðast er til Eyjaálfu.

Hvaða bóluefni eru ráðlögð er mismunandi eftir landsvæðum og ferðatilhögun. Ef ferðast er vegna náms eða vinnu getur verið krafa að hafa bólusetningar sem ekki tilheyra almennum bólusetningum barna á Íslandi.

Mikilvægt er að leita sér ráðgjafar sérfræðinga áður en haldið er af stað í ferðalög.


Tímasetning bólusetninga

Mikilvægt er að huga tímanlega að bólusetningum en gott er að miða við að bóka tíma amk 6 vikum fyrir brottför. Það er þó aldrei of seint að fá ráðgjöf og margar bólusetningar gagnast vel þó stutt sé í ferð.


Malaría

Malaríulyf eru ráðlögð þegar ferðast er á einstaka svæði í Eyjaálfu. Mikilvægt er að verjast moskítóbitum á svæðum þar sem malaría er landlæg. Skordýrafælandi efni t.d. DEET eru ráðlögð.


Matur og drykkur

Þegar ferðast er til Ástralíu og Nýja Sjálands eru líkur á matarsýkingu oftast óverulegar. Á öðrum svæðum Eyjaálfu er vissara aða hafa gát í tengslum við máltíðir. Handþvottur eða sprittun handa er góð regla fyrir matmálstíma. Matvæli sem ber að foðast eru t.d. hrátt grænmeti, illa steiktur eða soðinn matur, hrár skelfiskur, ávextir með hýði, ís og ísmolar. Götumatur getur verið varasamur en nýsoðinn eða gegnsteiktur matur er öruggastur. Skynsamlegast er að halda sig við drykki í innsigluðum flöskum eða lokuðum fernum. Kaffi og te eru yfirleitt í lagi enda vatnið þar soðið.

Gagnlegir hlekkir​

​Home – Fit for Travel

Travelers’ Health | CDC