Umsagnir viðskiptavina


Heilbrigðisþ​jónusta

Landsbankinn

Sandra Hauksdóttir, fræðsludeild

 „Hjúkrunarsvið Vinnuverndar hefur veitt okkur fjölbreytta þjónustu þegar kemur að velferð starfsfólks og heilsutengdum málefnum. Við höfum fengið mjög góð viðbrögð við öllum fyrirspurnum og þau brugðist hratt við. Starfsfólk okkar hefur notið góðs af bæði rafrænu fræðsluefni og við fengið hjúkrunarfræðinga Vinnuverndar á staðinn til okkar með ýmis námskeið. Ef efnið hefur ekki verið til hjá þeim hafa þau stokkið til og útbúið það fyrir okkur, allt eftir okkar þörfum.“

Sálfræðiþjónusta

Háskóla Íslands

Kristín Kalmansdóttir, framkvæmdastjóri

Á starfsdegi Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum í október 2022 var haldinn fyrirlestur á vegum Vinnuverndar sem bar heitið „Hver er ramminn í samskiptum? Einelti, kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni og ofbeldi“. Framsögumaður var Inga Valdís Tómasdóttir í sálfræðiteymi Vinnuverndar.

Það var með forvarnir í huga sem ákveðið var að setja þennan fyrirlestur á dagskrá starfsdagsins. Inga Valdís er einstaklega skemmtilegur fyrirlesari sem fjallaði um þetta viðkvæma málefni af mikilli kunnáttu. Ásamt því að fara yfir helstu skilgreiningar á mannamáli setti hún málefnið í samhengi við daglegt líf og mannleg samskipti.

Starfsfólk Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum var mjög ánægt með bæði fyrirlesarann og framsöguna og líflegar umræður spunnust bæði meðan á fyrirlestri Ingu Valdísar stóð og eftir hann. Því er ánægjulegt að fá tækifæri til að mæla með þessari fræðslu frá Vinnuvernd.

Vinnuumhverfisþjónusta

Toyota á Íslandi

Fanný Svava Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Mannauðssviðs

Toyota hefur nýtt sér þjónustu Vinnuverndar til fjölda ára.  Fagleg vinnubrögð og góð þjónusta er einkennandi fyrir starfsemi Vinnuverndar. 

Í tengslum við innleiðingu Toyota á ISO 45001 (sem er alþjóðlegur staðall um heilsu, öryggi og vellíðan) þá fengum við sérfræðinga þeirra til að taka út vinnuaðstöðu starfsmanna til að tryggja að það færi enn betur um fólkið okkar.  Við fengum einnig fræðsluerindi um líkamsbeitingu fyrir starfsmenn verkstæða og lagers sem var afar fróðlegt og gagnlegt.

Námskeið

Skeljungur

Linda Björk Halldórsdóttir, mannauðsstjóri

,,Við hjá Skeljungi fengum fyrirlesturinn Mín leið við streitu frá Vinnuvernd og vorum virkilega ánægð með hann. Þarna var farið inn á mikilvæga þætti streitunnar og sköpuðust mjög góðar umræður meðal starfsfólksins eftir hann og gott að hafa fagmenntað fólk í slíkum umræðum. Búin að mæla með þessum fyrirlestri við marga eftir að hafa hlustað á hann.”

Deloitte

Ylfa Edith Jakobsdóttir

"Þátttakendur okkar vour hæst ánægðir með námskeiðir, fannst þetta umfangsmikið og gott ásamt því að upplfa traust til umsjónaraðila námskeiðsins og hvöttu til að fólk upp úr 60 ára myndu sækja námskeiðið"

Landsbankinn

Pálína S. Magnúsdóttir, fræðsludeild

"Þáttakendur voru mjög ánægðir með námskeiðið og hefur það vakið mikla umræðu innan starfsmannahópsins, sem er gott. Námskeiðið fær 9,01 í meðaleinkunn í endurgjöf þátttakenda í könnun fræðsludeildar Landsbankans".