Fræðsla & námskeið
Fjölbreytt fræðsla fyrir vinnustaði
Hvernig styður þú við vöxt þinn sem einstaklingur eða þess starfshóps sem þú leiðir áfram í daglegum störfum?
Vinnuvernd býður upp á fjölbreytt úrval fræðslu og námskeiða fyrir vinnustaði sem ætlað er að efla starfshæfni, þekkingu og færni starfsfólks í lífi og starfi. Við höfum sérhæft okkur í heilsutengdri fræðslu með þarfir einstaklinga og fjölbreyttra fyrirtækja í huga.
Hér fyrir neðan er að finna þá mismunandi fræðsluflokka sem sérfræðisviðin hjá okkar bjóða upp á. Ef þú hefur frekari fyrirspurnir um fræðslu, endilega sendu á okkur fyrirspurn með því að smella á happinn hér að neðan.
Skyndihjálp
Heilbrigðissvið Vinnuverndar býður upp á fjölbreytt úrval fræðsluerinda og námskeiða fyrir vinnustaði sem ætlað er að efla starfshæfni, þekking og styrkja starfsfólk og starfshópa. Við höfum sérhæft okkur í heilsutengdri fræðslu sem ætlað er að styðja við starfsfólk og vinnustaði í lífi og starfi.
Meðal vinsælustu erinda okkar eru:
- Skyndihjálp
- Skyndihjálp & sálrænn stuðningur
- Skyndihjálp barna
- Skyndihjálp fyrir félagasamtök / frístundaheimili
Líkams- & raddbeiting
Vinnuumhverfissvið Vinnuverndar starfa sjúkraþjálfari og iðjuþjálfi sem sinna fjölbreyttri fræðslu er snýr að líkams- og raddbeitingu starfsfólks og aðlögun vinnuumhverfis. Við bjóðum bæði upp á staðlaða fræðslu og fræðslu sem unnin er sérstaklega fyrir vinnustaði með þeirra þarfir í huga. Fræðsla er mikilvægur liður í forvarnarstarfi vinnustaða og er ætlað að auka vellíðan á vinnustað.
Meðal vinsælustu erinda okkar eru:
- Líkamsbeiting - skrifstofur
- Líkamsbeiting - annars konar vinnuumhverfi
- Láttu í þér heyra - raddbeiting og raddheilsa
- Áhættumat
Andleg líðan & vellíðan í vinnu
Sálfræðisvið Vinnuverndar býður upp á fjölbreytt úrval fræðsluerinda og námskeiða fyrir vinnustaði sem ætlað er að efla og styrkja starfsfólk og starfshópa. Fræðsla er mikilvægur liður í forvarnarstarfi vinnustaða og er ætlað að auka vellíðan á vinnustað og stuðla að jákvæðu samstarfi.
Meðal vinsælustu erinda okkar eru:
- Jákvæð samskipti og vellíðan í vinnu
- Streita- Mín leið við streitu
- EKKO á vinnustöðum
- Kulnun í starfi
- Að mæta erfiðri hegðun
- Andleg heilsa
Heilbrigði & forvarnir
Heilbrigðissvið Vinnuverndar býður upp á fjölbreytt úrval fræðsluerinda er tengjjast heilsu og forvörnum í lífi og starfi einstaklinga. Oft er talað um að einstaklingar geti bætt lífgæði sín og almennt heilbrigði ef þeir hugi vel að fjórum grunnþáttum eða reglulegri hreyfingu, góð svefnvenjum, hollri næringu og andlega líðan.
Einnig bjóðum við upp á fræðsluerindi er snúa að smitsjúkdómum barna og breytingaskeiði kvenna.
Má þar á meðal nefna:
- Hámarkaðu þína heilsu
- Svefn
- Hreyfing
- Breytingarskeið kvenna
- Smitsjúkdómar barna
Starfslokanámskeið
Námskeiðið er hannað til að aðstoða fólk við að undirbúa sig og njóta þeirra breytinga sem verða eftir að það lýkur störfum. Á þessu námskeiði verður fjallað um allar helstu breytingar sem hafa þarf í huga við starfslok á gagnlegan og skýran hátt:
- Lífeyrismál
- Réttindi og skerðingar hjá Tryggingastofnun Ríkisins
- Eignastýringu og séreignasparnað
- Húsnæðismál
- Endurskipulagningu fjármála
- Erfðamál og hjúskaparstöðu
- Áhrif hreyfingar og næringar á heilsufar
- Tómstundir, félagslíf og áhugamál
- Dvöl/búseta í útlöndum
- Markmiðasetningu til að tryggja árangur