Fjölskyldan stækkar

Nýjir starfsmenn bætast í hópinn

Búið er að ganga frá samningum við fjóra nýja starfsmenn sem munu bætast í Vinnuverndar fjölskylduna á næstu mánuðum. Um er að ræða einn starfsmann í móttöku og þrjá hjúkrunarfræðinga, ráðningarnar koma til vegna aukinna umsvifa og verkefna Vinnuverndar en einnig vegna breytinga í starfsmannahópnum. Hér er að finna stutta kynningu á nýjum starfskröftum okkar:

Anna Kristín Scheving

50% starf í móttöku
  • Kom til starfa 21.nóv 
  • Sjálfstætt starfandi ljósmyndari með eigin rekstur
  • Gift og á tvö börn
  • Keppti í Wow Cyclothon 2019

Edda Ýrr Einarsdóttir 

Hjúkrunarfræðingur
  • Hefur störf 1. des
  • Er að ljúka master í lýðheilsuvísindum
  • Gift Róberti og eiga þau 4 börn
  • Elskar allt sem tengist heilsueflingu og að elda góðan mat

Íris Ómarsdóttir Hjaltalín

Hjúkrunarfræðingur
  • Hefur störf 1. des
  • Með BA í sálfræði og spænsku, ásamt diploma í heilsugæsluhjúkrun
  • Gift Arnari Þór og á 3 börn
  • Elskar að lesa, hreyfa sig og ferðast. 
  • Er að læra kóresku.

María Hrönn Björgvinsdóttir

Hjúkrunarfræðingur
  • Hefur störf 15.janúar 
  • Diplómanám í gjörgæsluhjúkrun
  • Sambúð með Árna og á 3 börn
  • Elskar fjallgöngur, heilbrigt líferni og er mikill fagurkeri

Við bjóðum þær allar hjartanlega velkomnar og hlökkum til að vinna með þeim!

Share this post
Archive