Framkvæmdastjóraskipti

hjá Vinnuvernd

Í lok október óskaði Valgeir Sigurðsson, lausnar frá störfum sem framkvæmdastjóri Vinnuverndar ehf. en hann hefur starfað sem framkvæmdastjóri frá stofnun Vinnuverndar eða í um 18 ár. 

Ása Inga Þorsteinsdóttir tók við starfi framkvæmdastjóra frá 4.desember og mun Valgeir vera henni og fyrirtækinu til aðstoðar næstu tvo mánuðina.  Valgeir hefur verið mjög farsæll framkvæmdastjóri og hefur haft lag á að laða hæft og gott fólk til starfa hjá fyrirtækinu. Hann hefur ávallt náð góðum árangri í þeim verkefnum sem hann hefur tekið sér fyrir hendur og átt stærstan þátt í uppbyggingu og árangursríkri vegferð Vinnuverndar.

Á sama tíma og við þökkum Valgeiri góð störf sem framkvæmdastjóri erum við einstaklega spennt fyrir samstarfinu við Ásu Ingu í nýju hlutverki.

Ása Inga hóf störf hjá Vinnuvernd fyrir rúmu ári síðan sem yfirmaður þjónustu- og markaðssviðs og á þeim tíma hefur hún komið inn með ferskar hugmyndir, sýnt áræðni og hve megnug hún er. Ása Inga, sem hefur víðtæka stjórnunarreynslu, hefur svo sannarlega náð að setja svip sinn á fyrirtækið á þessum stutta tíma.

Við horfum full bjartsýni til framtíðar og hlökkum til áframhaldandi samstarfs með ykkur öllum.

F.h stjórnar Vinnuverndar

 

Magnús Böðvarsson, stjórnarformaður.

Share this post
Archive