Ástandsskoðun 

Blóðprufa & niðurstöðuviðtal


Það hefur færst mjög í vöxta að almenningur vilji fylgjast með ástandi eigin heilsu. Það er bæði jákvætt fyrir hvern og einn einstakling sem og samfélagið allt.  Ábyrgð á eigin heilsu getur skilað sér í bættum lífsgæðum og snemmbærum inngripum.

Til að svara eftirspurn þeirra sem vilja huga betur að eigin heilsu hafa Vinnuvernd og Sameind tekið höndum saman við bjóða vandaða þjónustu í forvarnarskyni.

Um er að ræða blóðprufur sem eru teknar og rannsakaðar hjá Sameind og í öllum tilvikum eru það sérfræðilæknar Vinnuverndar sem lesa úr blóðprufum og hjúkrunarfræðingar Vinnuverndar sem tekur niðurstöðuviðtal þar mælingar eru gerðar á heilsutengdum þáttum, farið yfir niðurstöður blóðrannsóknar ásamt því að veitt er ráðgjöf út frá niðurstöðum. 


BÓKA ÁSTANDSSKOÐUN   

Hvernig gengur þetta fyrir sig?

Þú bókar þér tíma í niðurstöðuviðtal Ástandsskoðunar með því að smella á bóka skoðun eða tímabókanir hér á síðunni. Í framhaldi af því að bókun þín berst okkur sendum við  blóðrannsóknarbeiðni til Sameindar, áætlað er að beiðnin sé frágengin um sólarhring eftir að þú hefur staðfest bókun og gengið frá greiðslu fyrir Ástandsskoðun. 

Fyrir blóðrannsóknina þarft þú að vera fastandi í það minnsta 8 klukkustundir. Sameind er staðsett á 6 stöðum á höfuðborgarsvæðinu og þú getur séð staðsetningarnar á Sameind.is. Þú þarft ekki að bóka tíma í blóðrannsóknina fyrir komu.

Í framhaldi af blóðrannsókn mætir þú í niðurstöðuviðtal samkvæmt bókuðum tíma. Sérfræðilæknir fer yfir niðurstöður blóðrannsóknar ásamt hjúkrunarfræðingi. 

Í niðurstöðuviðtali:

  • Gerðar mælingar á heilsutengdum þáttum.
  • Farið er yfir niðurstöður blóðrannsóknar & áhættuútreikning.
  • Veitt ráðgjöf út frá niðurstöðum mælinga og blóðrannsóknar.