Við leitum að sálfræðingi í fjölskylduna

Ert þú næsti sálfræðingur Vinnuverndar?


Vegna aukinna umsvifa viljum við bæta við teymið okkar og leitumst eftir að ráða öflugan sálfræðing til að slást í för með okkur.


Um er að ræða dagvinnu í 50 - 100% starfshlutfalli.


Vinnuvernd er framsækið þjónustu- og ráðgjafafyrirtæki sem leitast eftir því að efla heilbrigði einstaklinga og vellíðan á vinnustöðum. Hjá okkur starfar reynslumikill hópur fagfólks sem hefur sérhæft sig í þjónustu við atvinnulífið og einstaklinga. Teymið okkar samanstendur af hjúkrunarfræðingum, læknum, sálfræðingum, iðjuþjálfa, sjúkraþjálfara og móttökustjóra, en öll sameinum við krafta okkar í faglegri þjónustu til viðskiptavina.


Í dag þjónustum við stolt fjölmörg íslensk fyrirtæki, stofnanir og sveitafélög og fer þeim ört fjölgandi.


Við erum á spennandi vegferð og við getum ekki beðið eftir því að bæta góðu fólki við hópinn okkar!


Nánari upplýsingar er að finna með því að smella á takkan hér að neðan: 


 Starfsauglýsing á Alfred


Share this post
Archive