Breytingaskeið kvenna

Vellíðan í vinnu


Varpað er ljósi á hvernig breytingaskeiðið markar tímamót á ævi  kvenna og hvaða áhrif það getur haft á einkalíf og störf kvenna. Mikilvægt er að konur séu meðvitaðar um einkenni breytingaskeiðs og þekki tíðarhring sinn til að stuðla að auknu heilbrigði og betri líðan á þessu lífsskeiði.

Einnig er mikilvægt fyrir stjórnendur og annað starfsfólk að vera upplýst um þetta skeið til að draga úr fordómum og auka skilning þeirra sem ganga í gegnum þetta skeið.

  • Lengd erindis 50 mín


SENDA BEIÐNI UM FRÆSLU   

Fyrirlesari

Heiðrún Sigurjónsdóttir, 

Hjúkrunarfræðingur

Heiðrún útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla íslands árið 2007 en einnig er hún með diplómanám í skurðhjúkrun frá Háskóla Íslands. Heiðrún hefur unnið á bráðamóttökunni í Fossvogi og einnig á skurðstofum bæði á Landspítalanum og á Rigshospitalet í Kaupmannahöfn. Hún hóf störf hjá Vinnuvernd í ágúst 2022 og sinnir meðal annars heilsufarsskoðunum, bólusetningum, kennir skyndihjálp auk ýmis konar fræðslu. Heiðrún hefur mikinn áhuga á að bæta heilbrigði og auka vellíðan á vinnustöðum. 

Umsagnir

Pálína S. Magnúsdóttir

Fræðsludeild Landsbankans

"Þáttakendur voru mjög ánægðir með námskeiðið og hefur það vakið mikla umræðu innan starfsmannahópsins, sem er gott. Námskeiðið fær 9,01 í meðaleinkunn í endurgjöf þátttakenda í könnun fræðsludeildar Landsbankans".