Ekko vöktun 

Tilkynningasíða

Sálfræðiteymi Vinnuverndar hefur hlutverk í viðbragðsteymi þíns fyrirtækis þegar tilkynningar fara fram um mögulegt einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreitni og ofbeldi á vinnustað. 

Ekko vöktun, er í höndum sálfræðinga okkar en um er að ræða sérstakan farveg í samráði við stjórnendur, þar sem starfsfólk getur sent inn tilkynningar um óæskilega hegðun sem það verður fyrir eða vitni af. Tilkynningagátt þessi er vöktuð af sálfræðingi frá Vinnuvernd til að tryggja að starfsfólk geti komið tilkynningum í farveg hjá hlutlausum og óháðum aðila. 


Sálfræðingar Vinnuverndar eru sérhæfðir í erfiðum samskiptamálum og veita ráðgjöf til stjórnenda og starfsfólks.

 

Ferlið 

Á skýringarmyndinni hér til hliðar, getur þú kynnt þér hvernig ferlinu er háttað og hvaða atburðarrás fer í gang þegar tilkynning er send inn. 

Athugið - til að gæta fyllsta trúnaðar við tilkynningu óskum við eftir því að einstaklingar fylli einungis inn eftirfarandi persónuupplýsingar en setji ekki frekari upplýsingar um málefnið inn í lýsingu, heldur merkið aðeins við hvers eðlis það er. 

Starfsfólk Vinnuverndar er bundið þagnarskyldu í starfi sínu.

Hér getið þið kynnt ykkur persónuverndaryfirlýsingu Vinnuverndar frekar.

Tilkynningar eyðublað