Erfið samskipti & ofbeldi

Vellíðan í vinnu


Sálfræðisvið Vinnuverndar býður upp á fjölda fræðsluerinda sem snúa meðal annars að jákvæðum og neikvæðum samskiptum, áhrif breytinga, einelti, kynferðisleg- og kynbundin áreitni og ofbeldi (EKKO), streitu og kulnun í starfi. 

Hér fyrir neðan er að finna stuttar lýsingar á þeim erindunum er snúa að neikvæðum samskiptum eða ofbeldi. Við viljum vekja athygli á því að bæði er hægt að fá þessi erindi sem beina fræðslu en einnig er hægt að setja upp vinnustofur með starfsfólki, þar sem meiri tími gefst fyrir umræður og verkefnavinnu þar sem unnið er dýpra með málefnið með starfsfólki. 


SENDA BEIÐNI UM FRÆÐSLU   

Námskeiðslýsingar

Að mæta erfiðri hegðun, hvar eru mörkin dregin?

Fjallað er um uppbyggilegar leiðir til að takast á við krefjandi samskipti eða erfiða hegðun viðskiptavina. Fjallað er um fagmennsku, að setja mörk í samskiptum og skil á milli vinnu og einkalífs.

  • Lengd erindis – 50 mín


Einelti, kynferðisleg- & kynbundin áreitni, ofbeldi (EKKO)

Hver er ramminn í hegðun á vinnustað? Fjallað er um skilgreiningar, birtingamyndir, afleiðingar og viðbrögð starfsmanna og stjórnenda. Áhersla er lögð á ábyrgð hvers og eins í samskiptum. Í lokin förum við einnig yfir uppbyggileg samskipti og hvað einstaklingarnir sjálfir geta lagt af mörkum til þess að efla jákvæða vinnustaðamenningu.

  • Lengd erindis – 50 mín


Fyrirlesarar

Áslaug Kristinsdóttir,

Sálfræðingur

Áslaug utskrifaðist úr Háskóla Íslands með cand.psych gráðu árið 2007 og hefur síðan þá veitt einstaklingum klíníska meðferð og stjórnendum fyrirtækja ráðgjöf og handleiðslu varðandi félagslega og andlega áhættuþætti á vinnustað. Helstu viðfangsefni eru greiningar á starfsumhverfi, sáttamiðlun, ráðgjöf vegna samskiptavanda, stjórnendahandleiðsla, fyrirlestrar/námskeið og einstaklingsstuðningur. Áslaug hóf störf hjá Vinnuvernd árið 2021.

Inga Valdís Tómasdóttir, 

Sálfræðingur

Inga útskrifaðist með cand.psych gráðu í klínískri sálfræði frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2022. Hún sinnir sálfræðiráðgjöf til einstaklinga ásamt því að fara með fyrirlestra og fræðsluerindi til fyrirtækja. Hún hefur ástríðu fyrir forvarnarstarfi og því að fræða fólk um hin ýmsu málefni sem tengjast andlegri líðan. Hún hóf störf hjá Vinnuvernd árið 2022.

Jakob Gunnlaugsson, 

Sálfræðingur


Sigrún E. Arnardóttir, 

Sálfræðingur

Sigrún er klínískur sálfræðingur en hún lauk meistaranámi frá Háskóla Íslands árið 2019. Hún sinnir einstaklingsráðgjöf og stuðningsviðtölum hjá Vinnuvernd ásamt sáttarmiðlun. Hún hóf störf hjá Vinnuvernd árið 2020. 

Umsagnir


Magnús Þór Róbertsson

Brim

“Mér fannst EKKO námskeiðið mjög fínt, hnitmiðað, lærdómsríkt og fróðlegt. Kom inná ýmsa þætti sem mér finnst oft vanta á sambærilegum námskeiðum. Tel þetta henta stórum sem smáum vinnustöðum, almennum starfsmönnum og stjórnendum.”


Kristjana Björk Magnúsdóttir

Brim

"Við höfum fengið vinnuvernd/Ingu Valdísi til að vera með EKKO fyrirlestur fyrir starfsfólkið. Fyrirlesturinn er hnitmiðaður, skýr og áhugaverður. Efninu er komið vel til skila og starfsfólk hefur verið ánægt með fyrirlesturinn. Oft hefur verið settur upp fyrirlestur með stuttum fyrirvara sem hentar okkar starfsemi vel. Fagleg og góð þjónusta sem við munum halda áfram að nota."