Námskeiðslýsingar

Hámarkaðu þína heilsu
Um er að ræða fræðsluerindi þar sem farið er yfir þrjá grundvallarþætti almennrar heilsu, svefn, næringu og hreyfingu. Farið er yfir hvernig við getum hámarkað vellíðan okkar í lífi og starfi með því að hlúa að þessum þáttum í daglegu lífi.
- Lengd erindis 50 mín

Andlegt heilsa
Hér er lögð áhersla á fjóra ólíka þætti sem stuðla að andlegu heilbrigði. Þeir eru svefn, hreyfing, félagsleg samskipti og áhugamál. Farið er yfir hvernig þessir fjórir þættir hafa áhrif á okkar andlegu líðan og hvað við getum gert til þess að bæta lífsgæði okkar enn frekar. Þegar við hlúum að þessum þáttum erum við að stuðla að eigin vellíðan sem smitar út frá sér til annarra í kringum okkur, bæði á vinnustaðnum og heima fyrir.
- Lengd erindis 50 mín

Svefn
Farið er yfir áhrif svefns á andlega og líkamlega líðan. Hvað getum við gert til að bæta svefn og hvað eigum við að forðast? Góður svefn er lykill að vellíðan.
- Lengd erindis 30 mín

Hreyfing
Farið er yfir jákvæð áhrif hreyfingar og þær áskoranir sem fylgja því að viðhalda hreyfingu. Hvað hefur áhrif á hegðun okkar og val, ásamt raunhæfri markmiðasetningu. Öll hreyfing er betri en engin.
- Lengd erindis 30 mín

Næring - væntanlegt
- Lengd erindis 30 mín
Fyrirlesarar

Inga Valdís Tómasdóttir,
Cand.psych
Inga útskrifaðist með cand.psych gráðu í klínískri sálfræði frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2022. Hún sinnir sálfræðiráðgjöf til einstaklinga ásamt því að fara með fyrirlestra og fræðsluerindi til fyrirtækja. Hún hefur ástríðu fyrir forvarnarstarfi og því að fræða fólk um hin ýmsu málefni sem tengjast andlegri líðan. Hún hóf störf hjá Vinnuvernd árið 2022.

Guðríður Þorgeirsdóttir,
Hjúkrunarfræðingur / Ljósmóðir
Guðríður útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands árið 2010 og starfaði með náminu á Taugalækningadeild Landspítalans. Árið 2012 hóf hún nám í Ljósmóðurfræði og útskrifaðist sem Ljósmóðir frá Háskóla Íslands árið 2014. Í kjölfar ljósmæðranámsins starfaði Guðríður á Vökudeild Barnaspítala Hringsins til ársins 2021 þegar hún ákvað að venda kvæði sínu í kross og hefja störf hjá Vinnuvernd. Guðríður sinnir heilsufarseftirliti af margvíslegum toga ásamt því að sinna ýmiss konar fræðslu. Guðríður hefur óþreytandi áhuga á heilsueflandi nálgun til þess að hámarka lífsgæði einstaklingsins.