Jákvæð samskipti

& andleg líðan

Vellíðan í vinnu


Sálfræðisvið Vinnuverndar býður upp á fjölda fræðsluerinda sem snúa meðal annars að jákvæðum samskiptum og andlegri líðan. 

Hér fyrir neðan er að finna stuttar lýsingar á þeim erindunum. Við viljum vekja athygli á því að bæði er hægt að fá þessi erindi sem beina fræðslu en einnig er hægt að setja upp vinnustofur með starfsfólki, þar sem meiri tími gefst fyrir umræður og verkefnavinnu sem hægt væri að nýta t.d. í gerð samskiptasáttmála.


SENDA BEIÐNI UM FRÆÐSLU   

Námskeiðslýsingar

Jákvæð samskipti 

Fjallað er um mikilvægi jákvæðra samskipta á vinnustað og ólíkar leiðir til þess að takast á við samskiptavanda. Hér er lögð áhersla á samskipti á milli samstarfsfélaga og við yfirmenn, og hvaða áhrif samskipti hafa á starfsanda og vinnustaðamenningu.

  • Lengd erindis 50 mín

Andleg heilsa 

Hér er lögð áhersla á fjóra ólíka þætti sem stuðla að andlegu heilbrigði. Þeir eru svefn, hreyfing, félagsleg samskipti og áhugamál. Farið er yfir hvernig þessir fjórir þættir hafa áhrif á okkar andlegu líðan og hvað við getum gert til þess að bæta lífsgæði okkar enn frekar. Þegar við hlúum að þessum þáttum erum við að stuðla að eigin vellíðan sem smitar út frá sér til annarra í kringum okkur, bæði á vinnustaðnum og heima fyrir.

  • Lengd erindis 50 mín

Áhrif breytinga

Fjallað er um áskoranir og tækifæri á nýjum tímum og hvaða áhrif breytingar geta haft á líðan fólks. Hvaða leiðum getum við beitt til að halda jafnvægi í vinnu og einkalífi? Sérstök áhersla er lögð á viðhorf, seiglu, samstöðu og liðsheild.

  • Lengd erindis 50 mín


Mín leið við streitu

Við höfum öll upplifað streitu enda er það eðlilegt viðbragð líkamans þegar við erum undir álagi. En ef við erum undir stöðugu álagi og streitan verður langvarandi gæti það orðið að vandamáli. Hér fjöllum við um jákvæðar og neikvæðar hliðar streituviðbragðsins, förum í orsakir, einkenni og afleiðingar streitu. Að lokum er farið yfir leiðir til þess að takastt á við streitu, bæði sem einstaklingar og sem starfshópur.

  • Lengd erindis 50 mín


Kulnun í starfi

Við veitum stjórnendum ráðgjöf og fræðslu þar sem m.a. er farið yfir hvað þau geta gert til þess að hlúa að sínu starfsfólki og hvaða einkennum þau geta verið vakandi fyrir. Einnig bjóðum við upp á einstaklingsmiðaða þjónustu í formi sálfræðiviðtala og fræðslu til minni hópa. Kulnun í starfi getur haft alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir einstaklinga og vinnustaði. Einkenni kulnunar eru margvísleg og geta til dæmis birst í orkuleysi, örmögnun, skerðingu á hugrænni getu, minni afköst og andlegri fjarveru.

  • Lengd erindis 50 mín


Fyrirlesarar

Inga Valdís Tómasdóttir

Sálfræðingur

Inga útskrifaðist með cand.psych gráðu í klínískri sálfræði frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2022. Hún sinnir sálfræðiráðgjöf til einstaklinga ásamt því að fara með fyrirlestra og fræðsluerindi til fyrirtækja. Hún hefur ástríðu fyrir forvarnarstarfi og því að fræða fólk um hin ýmsu málefni sem tengjast andlegri líðan. Hún hóf störf hjá Vinnuvernd árið 2022.

Áslaug Kristinsdóttir,

Sálfræðingur

Áslaug utskrifaðist úr Háskóla Íslands með cand.psych gráðu árið 2007 og hefur síðan þá veitt einstaklingum klíníska meðferð og stjórnendum fyrirtækja ráðgjöf og handleiðslu varðandi félagslega og andlega áhættuþætti á vinnustað. Helstu viðfangsefni eru greiningar á starfsumhverfi, sáttamiðlun, ráðgjöf vegna samskiptavanda, stjórnendahandleiðsla, fyrirlestrar/námskeið og einstaklingsstuðningur. Áslaug hóf störf hjá Vinnuvernd árið 2021.


Umsagnir

Kristín Kalmansdóttir

Tilraunastöðvar Háskóla Íslands að Keldum

„Á starfsdegi Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum í október 2022 var haldinn fyrirlestur á vegum Vinnuverndar sem bar heitið „Hver er ramminn í samskiptum? Einelti, kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni og ofbeldi“. Framsögumaður var Inga Valdís Tómasdóttir í sálfræðiteymi Vinnuverndar.

Það var með forvarnir í huga sem ákveðið var að setja þennan fyrirlestur á dagskrá starfsdagsins. Inga Valdís er einstaklega skemmtilegur fyrirlesari sem fjallaði um þetta viðkvæma málefni af mikilli kunnáttu. Ásamt því að fara yfir helstu skilgreiningar á mannamáli setti hún málefnið í samhengi við daglegt líf og mannleg samskipti. 

Starfsfólk Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum var mjög ánægt með bæði fyrirlesarann og framsöguna og líflegar umræður spunnust bæði meðan á fyrirlestri Ingu Valdísar stóð og eftir hann. Því er ánægjulegt að fá tækifæri til að mæla með þessari fræðslu frá Vinnuvernd.“

 

Linda Björk Halldórsdóttir

Skeljungur hf

“Við hjá Skeljungi fengum fyrirlesturinn Mín leið við streitu frá Vinnuvernd og vorum virkileg ánægð með hann. Þarna var farið inn á mikilvæga þætti streitunnar og sköpuðust mjög góðar umræður meðal starfsfólksins eftir hann og gott að hafa fagmenntað fólk í slíkum umræðum. Búin að mæla með þessum fyrirlestri við marga eftir að hafa hlustað á hann”