Námskeiðslýsingar
Námskeiðið er gagnlegt fyrir alla sem vilja læra og rifja upp grunnatriði skyndihjálpar.
Námskeiðið byggist á fjórum grunnskrefum skyndihjálpar ásamt því að farið er yfir slys og bráð veikindi. Farið er yfir mikilvægi þess að fyrstu viðbrögð séu unnin eftir réttri röð og hvert skref fyrir sig sé framkvæmt af þekkingu. Farið er yfir verklega grunnendurlífgun, hjartahnoð ásamt notkun sjálfvirkra hjartastuðtækja. Vinnuvernd mælir með endurmenntun á 2-3ja ára fresti.
- Lengd námskeiðs – 2 klst
- Hámarksfjöldi: 15 einstaklingar
Ítarlegt námskeið þar sem farið er yfir efni grunnámskeiðs, að viðbættri sálrænni skyndihjálp með sérstakri áherslu á viðbrögð við slysum og bráðum veikindum. Farið er yfir verklega grunnendurlífgun, hjartahnoð ásamt notkun sjálfvirkra hjartastuðtækja.
- Lengd námskeiðs: 3 klst
- Hámarksfjöldi: 15 einstaklingar
Námskeiðið er gagnlegt fyrir starfsfólk leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila og öðrum sem sinna börnum.
Á námskeiðinu er lögð áhersla á fjögur grunnskref skyndihjálpar ásamt því að farið er yfir slys og bráð veikindi. Einnig er farið yfir hvernig er best að styðja við börn í slíkum tilfellum. Farið er yfir mikilvægi þess að fyrstu viðbrögð séu unnin eftir réttri röð og hvert skref fyrir sig sé framkvæmt af þekkingu. Farið er yfir verklega grunnendurlífgun, hjartahnoð ásamt notkun sjálfvirkra hjartastuðtækja. Vinnuvernd mælir með endurmenntun á 2ja ára fresti.
- Lengd námskeiðs: 2 klst
- Hámarksfjöldi: 15 einstaklingar
Námskeiðið er gagnlegt fyrir flokksstjóra og aðra starfsmenn Vinnuskóla, frístundaheimila eða íþróttafélaga.
Námskeiðið byggist á fjórum grunnskrefum skyndihjálpar ásamt því að farið er yfir slys, önnur óhöpp tengd starfinu og bráð veikindi. Farið er yfir mikilvægi þess að fyrstu viðbrögð séu unnin eftir réttri röð og hvert skref fyrir sig sé framkvæmt af þekkingu. Farið er yfir verklega grunnendurlífgun, hjartahnoð ásamt notkun sjálfvirkra hjartastuðtækja. Vinnuvernd mælir með endurmenntun á 2-3ja ára fresti.
- Lengd námskeiðs: 2 klst
- Hámarksfjöldi: 15 einstaklingar
Fyrirlesarar
Aðalbjörg M. Agnarsdóttir,
Hjúkrunarfræðingur
Aðalbjörg hóf nám í Danmörku árið 2010 og lauk B.Sc í hjúkrunarfræði úr háskólanum í Álaborg árið 2013. Hún starfaði á Álaborgarsjúkrahúsi á Taugaskurðdeild og Eyrna-, nef- og hálsskurðdeild árið 2014-2016. Meðfram starfi sínu sótti hún um norskt hjúkrunarleyfi og fór reglulega í vinnutúra til Noregs og vann á mismunandi hjúkrunarheimilum í Þrándheimi. Aðalbjörg vann þrjú sumur á Hrafnistu dvalarheimili fyrir aldraða. Aðalbjörg flytur heim til Íslands 2016 og fer að vinna á Heila,tauga og bæklunarskurðdeild á LSH. Haustið 2017 sækir Aðalbjörg um hjá Vinnuvernd og hefur í starfi sínu sinnt heilsufarsmælingum í fyrirtækjum, flugskoðunum, mygluskimunum ásamt bólusetningu. Aðalbjörg sérhæfir sig í fræðslu um skyndihjálp hjá Vinnuvernd og hefur sótt ILS námskeið hjá Rauða Kross Íslands.
Edda Ýrr Einarsdóttir
Hjúkrunarfræðingur
Edda Ýrr útskrifaðist með B.Sc. gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2014. Að námi loknu hóf hún störf á hjartadeild þar sem hún lauk m.a. þjálfun í sérhæfðri endurlífgun og starfaði þar með hléum til 2018. Hún starfaði einnig sem flugfreyja 2015-2020 og gerðist meðlimur bakvarðarsveit hjúkrunarfræðinga á COVID tímum. Árið 2023 hóf Edda Ýrr störf hjá Vinnuvernd og sinnir hún m.a. heilsufarsskoðunum, skyndihjálparnámskeiðum og bólusetningum. Edda Ýrr býr á Álftanesi ásamt eiginmanni og fjórum börnum. Hún brennur fyrir lýðheilsu og í dag stundar hún meistaranám í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands samhliða starfi.
Guðríður Þorgeirsdóttir,
Hjúkrunarfræðingur / Ljósmóðir
Guðríður útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands árið 2010 og starfaði með náminu á Taugalækningadeild Landspítalans. Árið 2012 hóf hún nám í Ljósmóðurfræði og útskrifaðist sem Ljósmóðir frá Háskóla Íslands árið 2014. Í kjölfar ljósmæðranámsins starfaði Guðríður á Vökudeild Barnaspítala Hringsins til ársins 2021 þegar hún ákvað að venda kvæði sínu í kross og hefja störf hjá Vinnuvernd. Guðríður sinnir heilsufarseftirliti af margvíslegum toga ásamt því að sinna ýmiss konar fræðslu. Guðríður hefur óþreytandi áhuga á heilsueflandi nálgun til þess að hámarka lífsgæði einstaklingsins.
Heiða B. Magnúsdóttir,
Hjúkrunarfræðingur (á Akureyri)
Heiða Berglind er hjúkrunarfræðingur sem útskrifaðist frá Háskólanum á Akureyri 2013. Frá útskrift hefur hún starfað á Lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri og er þar enn. Hún hóf störf hjá Vinnuvernd haustið 2014 og er starfandi hjúkrunarfræðingur á Akureyri og þjónustar nærliggjandi sveitarfélög. Hún sinnir m.a. heilsufarsmælingum, bólusetningum og kennir skyndihjálp. Heiða Berglind hefur mikinn áhuga á bættri lýðheilsu og vellíðan á vinnustað.
Heiðrún Sigurjónsdóttir,
Hjúkrunarfræðingur
Heiðrún útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla íslands árið 2007 en einnig er hún með diplómanám í skurðhjúkrun frá Háskóla Íslands. Heiðrún hefur unnið á bráðamóttökunni í Fossvogi og einnig á skurðstofum bæði á Landspítalanum og á Rigshospitalet í Kaupmannahöfn. Hún hóf störf hjá Vinnuvernd í ágúst 2022 og sinnir meðal annars heilsufarsskoðunum, bólusetningum, kennir skyndihjálp auk ýmis konar fræðslu. Heiðrún hefur mikinn áhuga á að bæta heilbrigði og auka vellíðan á vinnustöðum.
Sólveig Guðmundsdóttir,
Hjúkrunarfræðingur
Sólveig er hjúkrunarfræðingur sem hefur starfað hjá Vinnuvernd síðan febrúar 2018. Áður starfaði hún sem hjúkrunarfræðingur á Krabbameinslækningadeild LSH, þar var hún tengiliður sýkingarvarnadeildar og fjölskylduhjúkrunar við deildina. Hjá Vinnuvernd sinnir hún m.a. heilsufarsskoðunum, bólusetningum og kennir skyndihjálp. Sólveig hefur lokið leiðbeinendanámskeiði í skyndihjálp hjá Rauða Krossi Íslands og heldur utanum skyndihjálparteymi Vinnuverndar. Í starfi brennur Sólveig fyrir bættu heilbrigði og vellíðan á vinnustað.
María Hrönn Björgvinsdóttir
Hjúkrunarfræðingur
María Hrönn útksrifaðist úr Háskóla Íslands með b.s. gráðu í hjúkrunarfræði árið 2009. Hún starfaði fyrst á lungnadeild en færði sig síðan yfir á gjörgæsludeildina í Fossvogi þar sem hún starfaði frá 2007-2024. Hún hefur sótt fjölda námskeiða, m.a. ALS (Advanced Life Support) og EPILS (European Peadiatric Immediate Life Support). Samhliða starfi lauk hún einnig diploma í sölu- og markaðsfræðum frá Promennt. Árið 2024 ákvað María Hrönn að venda kvæði sínu í kross og hóf störf hjá Vinnuvernd þar sem megin áhersla hennar er lýðheilsa og heilbrigði starfsfólks á vinnustöðum.
Umsagnir
Helgi Laxdal Helgason
VHE
"Þátttakendur okkar á námskeiðinu voru 71 einstaklingar og erum við mjög ánægð með fagmennskuna og gleðina sem fylgdi Aðalbjörgu og Heiðrúnu".
María Karavevskaya
Lífeyrissjóður Verslunarmanna
“Bæði námskeiðin voru mjög vel heppnuð. Öflugir og skemmtilegir fyrirlesarar með mikla reynslu og þekkingu komu efninu vel frá sér og voru allir mjög ánægðir með námskeiðin.”